Í október bjóðum við uppá fræðsluröð sem ber nafnið Hreyfing og áhrif hugans. Fræðslufundirnir fara fram á ZOOM, og hentar sérstaklega vel þeim sem ekki hafa tök á að sækja Ljósið heim. Fræðslan hentar bæði þeim sem eru að  hefja endurhæfingu og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu

 

Umfjöllunarefni fræðslunnar:

Á byrjunarreit, Unnur María Þorvarðardóttir iðjuþjálfi
Leiðir til að koma sér af stað í hreyfingu og virkni þegar manni finnst erfitt að byrja. Finna leiðir til að aðlaga og sækja innri hvatningu.

Líkamleg endurhæfing, Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari
Ávinningur hreyfingar á líkamlega og andlega heilsu.

Eitt skref í einu, Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar
Viðráðanleg og raunhæf markmiðasetning tengt hreyfingu, bjargráð til að velja hreyfingu sem hentar.

Næstu námskeið

Hreyfing og áhrif hugans
Tímasetning tilkynnt síðar

Þáttakendur geta valið að koma í staka tíma eftir þörfum.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770