Í október bjóðum við uppá fræðsluröð sem ber nafnið Hreyfing og áhrif hugans. Fræðslufundirnir fara fram á ZOOM, og hentar sérstaklega vel þeim sem ekki hafa tök á að sækja Ljósið heim. Fræðslan hentar bæði þeim sem eru að  hefja endurhæfingu og þeim sem eru lengra komnir í ferlinu

 

Umfjöllunarefni fræðslunnar í október:

5. október  Á byrjunarreit, Unnur María Þorvarðardóttir iðjuþjálfi
Leiðir til að koma sér af stað í hreyfingu og virkni þegar manni finnst erfitt að byrja. Finna leiðir til að aðlaga og sækja innri hvatningu.

12. október  Líkamleg endurhæfing, Erla Ólafsdóttir sjúkraþjálfari
Ávinningur hreyfingar á líkamlega og andlega heilsu.

19. október Eitt skref í einu, Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar
Viðráðanleg og raunhæf markmiðasetning tengt hreyfingu, bjargráð til að velja hreyfingu sem hentar.

26. október – 16. nóvember – MIÐVIKUDAGA & FÖSTUDAGA Fjarþjálfunarnámskeið á Zoom
Styrktaræfingar með Erlu sjúkraþjálfara á miðvikudögum og Jóa nidra með Berglindi iðjuþjálfa á föstudögum.

Næstu námskeið

Hreyfing og áhrif hugans
Hefst 5. október
Miðvikudagar kl. 11:00-12:00
Þáttakendur geta valið að koma í staka tíma eftir þörfum.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770

Skrá á námskeið