Ef þú ert að leita að djúpri slökun/hvíld, þá getur Yoga Nidra hjálpað þér.

Yoga Nidra er ein tegund af jóga, sem felur í sér slökun liggjandi á jóga dýnu, á teppi, í rúminu eða í góðum stól. Allt eftir því sem passar þér. Aðalatriðið er að það fari vel um þig.

Yoga Nidra felur í sér að koma sér fyrir í góðri hvíldarstöðu og er markmiðið að komast í djúpa meðvitaða slökun, eins og við svefn, en þú ert vakandi. Þetta er gert með ákveðinni tækni, þar sem Þú ert leidd/leiddur áfram allann tímann. Líkaminn og hugurinn hvílist, en meðvitundin er vakandi.

Þegar við förum frá áreiti hugans og niður í undirmeðvitundina þá gefum við líkamanum okkar frið til að heila sig og endurnærast.

Gott er að vera í þægilegum, hlýjum fötum. Hafa teppi til þess að breiða yfir sig. Vera með þvottapoka/augnskýlu eða eitthvað létt til að leggja yfir augun og púða til að setja undir hnéin, ef þú liggur.

Við byrjun alla tíma á léttum/mjúkum liðkandi æfingum. Ef einhverra hluta vegna, þú finnur að þú getur ekki tekið þátt í æfingunum á undan Yoga Nidra, láttu það ekki stoppa þig. þá getur verið gott að gera það sem þú getur og síðan að sjá þig fyrir þér gera æfingarnar.

Jóga nidra í streymi

Hefst 19. janúar – 31. maí 2024

Vikulegt streymi

Föstudagar kl. 11:00 – 12:00

Umsjón: Berglind Ásgeirsdóttir

Skráðu þig hér