Landsbyggðardeild Ljóssins er ætluð fólki sem býr á landsbyggðinni og er í krabbameinsmeðferð eða hefur lokið við krabbameinsmeðferð á undanförnum mánuðum.

Endurhæfingin er að hluta til eða öllu leiti með rafrænu formi en þátttakendum er ávallt velkomið að nýta aðstöðu Ljóssins á Langholtsvegi þegar tækifæri gefst til. Dagskrá deildarinnar nýtist einnig þeim sem þurfa aðlagaða endurhæfingu og hafa ekki kost á að sækja Ljósið heim.

Að auki er verkefninu ætlað að auka samvinnu við þjónustu og fagaðila í heimabyggð.

Hægt er að skrá sig í þjónustuna í gegnum formið hér fyrir neðan eða lesa frekar um þessa þjónustuleið.

Námskeið og fræðsla

Hér finnur þú upplýsingar um námskeið, fræðslu og hópa sem í boði eru fyrir einstaklinga sem búsettir eru á á landsbyggðinni

Fjarþjálfun

Það er ýmsir þjálfunarmöguleikar í  boði, bæði í myndbandaformi og í streymi.

Einstaklingsviðtöl við fagaðila

Í Ljósinu starfa ýmsir fagaðilar. Fyrsta skefið í þjónustu Ljóssins er viðtal við iðjuþjálfa sem aðstoðar við að meta endurhæfingarþarfir hvers og eins

Skráning í endurhæfingu

Hér getur þú skráð þig í endurhæfingu í Ljósinu með einföldum hætti

Fyrir fagfólk á landsbyggðinni

Hér eru frekari upplýsingar fyrir fagfólk sem starfar með krabbameinsgreindum á landsbyggðinni

Endurhæfing óháð búsetu

Upplýsingar fyrir einstaklinga sem hafa endurhæfingarþarfir vegna krabbameins og búsettir eru á landsbyggðinni

Jafningjahópar - ekki í boði sem stendur

Í Landsbyggðardeild Ljóssins bjóðum við uppá ýmsa jafningjahópa.