Einstaklingsviðtöl hjá fagaðila

Fyrsta skefið í þjónustu Ljóssins er viðtal við iðjuþjálfa sem aðstoðar við að meta endurhæfingarþarfir hvers og eins. Iðjuþjálfinn er tengiliðurinn í endurhæfingarferlinu.

Viðtal við sjúkraþjálfara er næsta skref, þar sem veitt er ráðgjöf um hreyfingu og líkamlega færni.

Í Ljósinu eru ýmsir fagaðilar t.d. fjölskylduráðgjafi, sálfræðiráðgjafi og næringarfræðingur. Í endurhnæfingarferlinu er metið í samráði við þjónustuþega hvaða ráðgjöf hentar að hverju sinni.

Viðtöl við fagaðila eru gjaldfrjáls og geta bæði farið fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn Kara Connect sem og í húsnæði Ljóssins.