Þjónusta

Þjónusta Ljóssins er fyrir alla krabbameinsgreinda einstaklinga frá 16 ára aldri og nánustu aðstandendur og fjölskyldu. Aðstandendur, frá 6 ára aldri, geta sótt stuðning fagfólks og sérsniðin fræðslunámskeið – Smelltu hér til að kynna þér stundaskrá Ljóssins.

Markmið með þjónustunni er heildræn nálgun á þarfir einstaklingsins, sama á hvaða stað viðkomandi er í ferlinu. Lagt er upp með að veita stuðning í kjölfar greiningar, fræða um bjargráð, ýta undir virkni og félagslega þátttöku auk þess að stuðla að því að viðhalda bæði andlegu og líkamlegu þreki með fræðslu og líkamlegri endurhæfingu.

Í upphafi endurhæfingarferlisins er sett saman endurhæfingaráætlun í samvinnu við iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Endurhæfingaráætlun samanstendur af  markmiðum einstaklingsins fyrir þjónustu og þeim úrræðum sem eru í boði Ljóssins hverju sinni. Teymi fagaðila heldur utan um endurhæfingaferli hvers og eins og metur endurhæfingarþarfir vegna krabbameins í samráði við einstaklinginn.

Allir einstaklingar, sem skrá sig í þjónustu, fara í viðtal hjá iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Viðtöl þessarra fagaðila eru forsenda þess að geta nýtt sér alla þá starfssemi sem er í boði hverju sinni og á meðan endurhæfingarferli stendur.

  • Iðjuþjálfi metur og eflir færni við daglega iðju sem stuðlar að jafnvægi í daglegu lífi. Þörf fyrir þjónustu annarra fagaðila er metin og endurhæfingaráætlun sett saman í samráði við viðkomandi. Frekari upplýsingar má finna á þessum hlekk hér: Viðtal við iðjuþjálfa
  • Viðtal hjá sjúkraþjálfara felur í sér mat á líkamlegri færni og líkamleg endurhæfing er skipulögð og færð inn í endurhæfingaráætlun. Frekari upplýsingar um viðtal hjá sjúkraþjálfara má finna á þessum hlekk hér Viðtal við sjúkraþjálfara 

Sæktu um þjónustu hér

    Upplýsingar:

    *Fylla þarf út stjörnumerkta reiti.

    Var síðan gagnleg?
    Nei, því miður