Hvað skal taka með í Ljósafoss? var spurningin sem brann á vörum Guðnýjar Ragnarsdóttur og Sólveigar Kolbrúnar þegar þær mættu í Fjallakofann í gær og ræddu hvað þarf að koma með í Ljósafossinn í dag. Guðný hefur farið víða fyrir Ljósið þessa viku til þess að vekja athygli á hvað endurhæfingin skiptir gríðarlega miklu máli þegar maður fer í gegnum krabbameinsmeðferð
Það var flottur hópur sem lagði á Esjuna í dag í fjölskyldugöngu Ljóssins. Gleðin skein úr hverju andliti og margir sigrar unnir í dag. Þjálfararnir okkar byrjuðu á skemmtilegri upphitun með dansi og söng. Innilegar þakkir fyrir daginn.
Rakel, Sara Líf, Arnar Leó og Karítas Mía eru kraftmikil fjölskylda sem ber hlýjar taugar til Ljóssins. Rakel er dóttir Þorsteins Jakobssonar sem er forsprakki Esjugöngunnar og því eiga þau ekki langt að sækja ævintýraþránna og drifkraftinn. Í tilefni Ljósafossins okkar niður Esjuna kíktu þau við hjá okkur á Langholtsveginum og spjölluðu við okkur um afhverju þau taka þátt á