Þjálfun

Í Ljósinu eru starfandi sjúkraþjálfarar sem veita persónulega ráðgjöf varðandi þá hreyfingu sem hentar hverju sinni. Fræðsla um mikilvægi reglubundinnar hreyfingar, viðeigandi þjálfun í samræmi við áhuga, markmið og getu hvers og eins er nauðsynleg til að ná árangri.

Sjúkraþjálfari heldur utan um þjálfunina og fylgir einstaklingnum eftir eins lengi og þörf þykir.

Viðtal við sjúkrþjálfara ásamt mælingum og þolprófi.

Í viðtalinu er tekin  hreyfingarsaga, líkamlegt ástand metið, sett markmið með þjálfuninni auk fræðslu um hreyfingu almennt. Í viðtalinu er einnig farið í þolpróf og mældur er blóðþrýstingur, púls og mittisummál ásamt fituhlutfalli miðað við hæð og þyngd.

Þjálfarar Ljóssins eru Birna Markúsdóttir, Haukur Guðmundsson, Guðrún Erla Þorvarðardóttir, Gyða Rán Árnadóttir, Inga Rán Gunnarsdóttir og Eiríkur Henn.

 

Upplýsingar fyrir viðtal hjá sjúkraþjálfara:

Í viðtalinu er rætt um miklivægi hreyfingar og heilsbrigðs lífsstíls ásamt öðrum þeim þáttum sem tengjast heilsufari þínu. Þér stendur til boða að fá mælingar í viðtalinu. Athugaðu að ekki er um beina skoðun á kvillum eða sjúkraþjálfunarmeðferð að ræða.

 

Undirbúningur fyrir mælingar:

  • Forðist mat, drykk og koffín um 2 klst. fyrir viðtal.
  • Mæta í þægilegum fötum (t.d. íþróttafötum) og með íþrótta- eða strigaskó.
  • Mikilvægt að taka inn öll lyf eins og venjulega þennan dag ef það á við.

Helstu upplýsingar

Þjálfarar:

Birna Markúsdóttir

Haukur Guðmundsson

Guðrún Erla Þorvarðardóttir

Gyða Rán Árnadóttir

Inga Rán Gunnarsdóttir

Eiríkur Henn