Karlafræðsla í streymi- fræðslufundir fyrir karlmenn

Í Ljósinu bjóðum við upp á fræðsluerindi í streymi fyrir karlmenn sem búa á landsbyggðinni eða eiga erfitt með að koma til okkar á Langholtsveginn. Fræðsluerindin snúa að ýmsum þáttum sem krabbameinsgreining og meðferðir hafa áhrif á í daglegu lífi.

Námskeiðið byggir á fræðslu og umræðum en fleiri fræðsluerindi má finna í streymi hér.

MARKMIÐ

Markmiðið er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu og hafi gagn og gaman af að heyra frá öðrum í sömu aðstæðum. Farið verður í gegnum það breytingarferli sem einstaklingar ganga í gegnum við það að veikjast. Það verða fyrirlestrar um mikilvægi þess að byggja sig upp andlega og líkamlega og mikilvægi þess að setja sér markmið.

 

UMFJÖLLUNAREFNI

21. okt – Matti Osvald, markþjálfi og heilsufræðingur– Hvernig vinnur hugurinn betur fyrir okkur

28. okt – Elín Kristín, sálfræðingur – Breytt sjálfsmynd í nýjum aðstæðum

4. nóv – Björgvin H Björgvinsson, félags- og fjölskylduráðgjafi – Fjölskyldan og veikindi, hvernig fer það saman

11. nóv – Kristín Þórsdóttir, kynlífsmarkþjálfi – Kynlíf og nánd

NÆSTA NÁMSKEIÐ

Hefst 21. október

Mánudagar kl. 14:00 í 4 skipti

Umsjón: Matti Osvald, heilsufræðingur og markþjálfi

Rafræn skráning fer fram í hlekknum að neðan.

Skráðu þig hér