Í Ljósinu bjóðum við upp á fræðsluerindi í streymi fyrir karlmenn sem búa á landsbyggðinni eða eiga erfitt með að koma til okkar á Langholtsveginn. Fræðsluerindin snúa að ýmsum þáttum sem krabbameinsgreining og meðferðir hafa áhrif á í daglegu lífi.
Námskeiðið byggir á fræðslu og umræðum en fleiri fræðsluerindi má finna í streymi hér.
MARKMIÐ
Markmiðið er að karlmenn fái uppbyggjandi fræðslu og hafi gagn og gaman af að heyra frá öðrum í sömu aðstæðum. Farið verður í gegnum það breytingarferli sem einstaklingar ganga í gegnum við það að veikjast. Það verða fyrirlestrar um mikilvægi þess að byggja sig upp andlega og líkamlega og mikilvægi þess að setja sér markmið.
UMFJÖLLUNAREFNI
Matti Osvald, markþjálfi og heilsufræðingur– Hvernig vinnur hugurinn betur fyrir okkur
Elín Kristín, sálfræðingur – Breytt sjálfsmynd í nýjum aðstæðum
Björgvin H Björgvinsson, félags- og fjölskylduráðgjafi – Fjölskyldan og veikindi, hvernig fer það saman
Lárus Jón, sjúkraþjálfari – Karlaheilsa með áherslu á neðanbeltissjúkraþjálfun
NÆSTA NÁMSKEIÐ
Auglýst síðar
Mánudagar kl. 14:00 í 4 skipti
Umsjón: Matti Osvald, heilsufræðingur og markþjálfi