Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði í Ljósinu þó sumarið sé komið.
Á vordögum (apríl – maí – júní) bjóðum við uppá vorhandverk, nánari upplýsingar um vohandverkið má finna hér.
Á þriðjudögum í júlí og ágúst bjóðum við upp á að koma í handverkssalinn til okkar og prufa ýmiskonar handverk en það er breytilegt hvað verður gert í hverri viku.
Á miðvikudögum verður prjónahópurinn okkar þar sem öll eru velkomin hvort heldur sem er þaulreynt handverksfólk eða þau sem hafa hug á að prufa að munda prjóna eða heklunál í fyrsta sinn.
Helstu upplýsingar
Júlí og ágúst
Þriðjudagar kl 10:00 – 14:00
Miðvikudagar kl 10:00 – 14:00
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770 eða móttöku Ljóssins