Það er alltaf eitthvað skemmtilegt í boði í Ljósinu þó sumar og sumarfrí eru í algleymingi.
Kynntu þér framboðið á handverki sem við erum með á boðstólnum hér fyrir neðan.

Tvö ný námskeið verða í boði á næstunni.

 

Fígúrugerð úr pappamassa.

Sara Vilbergsdóttir myndlistakona kennir þátttakendum að móta fígúrur úr vír, dagblöðum, silkipappír, málarateipi og fleiru. Skapandi og skemmtilegar samverustundir þar sem fjölbreyttar kynjaverur verða til.

Hefst 31. maí og er fjögur skipti

Efnisgjald – 3000 kr
Skráning í móttöku Ljóssins

 

Lyngvist / skammtímasköpun

Komdu út að leika með Guðrúnu Friðriks iðjuþjálfa og Boggu. Við komum til með að halda út í náttúruna með það að markmiði að spjalla saman og skapa skammtímaverk í margvíslegu formi.

Athugið að námskeiðið er útivera en ekki útivist og því mikilvægt að þátttakendur klæði sig eftir því og veðri.

Hefst 16. júní og er þrjú skipti
Skráning í móttöku Ljóssins

 

Handverk verður í boði á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum í sumar kl 10:00 – 14:00. 

Allt sumarhandverk er í formi opinna vinnustofa en við mælum með því að skrá sig til að tryggja sér pláss. 

  

Á þriðjudögum verður Sigrún Marinósdóttir með steinamálun þar sem hún kemur til með að leiðbeina áhugasömum. Handverksalurinn verður á sama tíma opinn fyrir þá sem vilja nýta sér hann til að vinna að eigin hugðarefnum í málun. 

Allur efniviður fyrir steinamálun er til staðar í Ljósinu. 

Hefst 6. júní 

  

Á miðvikudögum verður prjón, hekl og útsaumur þar sem leiðbeinendur verða fólki innan handar. Þessi handverkshópur hentar bæði þaulvönu handavinnufólki en ekki síður þeim sem eru að taka sínar fyrstu lykkjur og spor í þessu hagnýta handverki. 

Við eigum töluvert af flottum uppskriftum í Ljósinu en gott er að koma með eigið garn og prjóna þó eitthvað eigum við til. 

Hefst 7. júní 

  

Á fimmtudögum verður í boði að koma í “cyanotype”. Bogga og Guðný saman eða til skiptis leiðbeina í þessari skemmtilegu grafíkaðferð sem hentar einstaklega vel fyrir sólríka sumardaga.

Ekki er þörf á að koma með eigin efnivið eða verkfæri. 

Hefst 6. júlí 

Helstu upplýsingar

Fígúrugerð úr pappamassa
Miðvikudagar kl 12:30 – 15:30

31. maí
07. júní
14. júní
21. júní

Lyngvist / skammtímasköpun
Föstudagar kl 9 – 12

16. júní
23. júní
30. júní

Sumarhandverk
þriðjudagar, miðvikudagar og fimmtudagar kl 10 – 14

Þriðjudagar
Steinamálun, opin vinnustofa – frá 6.júní

Miðvikudagar
Prjón, hekl og útsaumur – frá 7.júní

Fimmtudagar
Cyanotype – grafík – frá 6.júlí

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770 eða móttöku Ljóssins