Handverk verður í boði á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum í sumar.

 

Á þriðjudögum verður Sigrún Marinósdóttir með steinamálun þar sem hún kemur til með að leiðbeina áhugasömum. Einnig verður hægt að mála skeiðar og önnur eldhúsáhöld með krítarmálningu sem hægt er að nýta til að merkja til dæmis kryddjurtirnar.  Handverksalurinn verður á sama tíma opinn fyrir þá sem vilja nýta sér hann til að vinna að eigin hugðarefnum í málun.

Fyrir steinamálun er gott að koma með eigin steina.
Til þess að mála skeiðar er þörf á að koma með eigin eldhúsáhöld til að mála á.

Þörf er á að skrá sig í þetta handverk.

 

Á miðvikudögum verður prjón, hekl og útsaumur þar sem leiðbeinendur verða fólki innan handar. Þessi handverkshópur hentar bæði þaulvönu handavinnufólki en ekki síður þeim sem eru að taka sínar fyrstu lykkjur og spor í þessu hagnýta handverki.

Við eigum töluvert af flottum uppskriftum í Ljósinu en gott er að koma með eigið garn og prjóna þó eitthvað eigum við til.

Þörf er á að skrá sig í þetta handverk.

 

Á fimmtudögum kemur hann Bjarni til með að halda áfram að leiðbeina í tálgun og útskurði. Tilvalið að nýta tækifærið á að kynnast þessu skemmtilega handverki sem hægt er að sinna nánast hvar og hvenar sem er.

Ekki er þörf á að koma með eigin efnivið eða verkfæri.

Þörf er á að skrá sig í þetta handverk

Helstu upplýsingar

Þriðjudagar kl. 10:00 – 14:00 í júní, júlí og ágúst
Leiðbeinandi: Sigrún Marinósdóttir

Miðvikudagar kl. 10:00 – 14:00 í júlí og ágúst
Leiðbeinendur: Hildur, Eyrún og Margrét

Fimmtudagar kl. 13:00 – 15:30 í júlí og ágúst
Leiðbeinandi: Bjarni Þór Kristjánsson

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770