Á föstudögum í vor verða í boði mismunandi handverk í hverjum mánuði. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að veita þátttakendum tækifæri til að kynnast nýju og fjölbreyttu handverki.
Takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði og því þarf að skrá sig hjá móttöku Ljóssins
Efnisgjald á öll námskeið er 2500 kr nema annað sé tekið fram og greiðist í fyrsta tíma.
Maí – Hreyfimyndagerð
Við ætlum að leika okkur aðeins með tæknina í maí og læra „stop motion“ hreyfimyndagerð. Guðrún Friðriksdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í ritlist hefur námskeiðið með því að kenna uppbyggingu á sögum.
Þátttakendur þurfa að notast við eigin síma og geta sótt appið „stop motion studio“
Hefst 9. maí og er 4 skipti.
Júní – Lyngvist / skammtímasköpun
Komdu út að leika með Guðrúnu Friðriks iðjuþjálfa og Boggu. Við komum til með að halda út í náttúruna með það að markmiði að spjalla saman og skapa skammtímaverk í margvíslegu formi.
Athugið að námskeiðið er útivera en ekki útivist og því mikilvægt að þátttakendur klæði sig eftir því og veðri.
Hefst 6. júní og er 3 skipti
Pappamassafígúrur
Sara Vilbergsdóttir myndlistakona kennir áhugasömum að móta fígúrur úr vír, dagblöðum, silkipappír, málarateipi og fleiru. Skapandi og skemmtilegar samverustundir þar sem fjölbreyttar kynjaverur verða til.
ATH þetta námskeið er 4 skipti á tveimur vikum.
Kennt verður dagana 3. júní, 4. júní, 10. júní og 11. júní kl 12:30 – 15:30
Efniskostnaður 3500 kr
Helstu upplýsingar
Fjölbreytt vorhandverk:
Föstudagar kl. 09:00 – 12:00
Skráning hjá móttöku Ljóssins

