Stutt handverksnámskeið á vorönn

Það var svo rosalega gaman hjá okkur síðastliðið haust þegar tækifæri gafst á að prufa fjölbreytt handverk í hverjum mánuði. Við viljum því halda því áfram.

Lestu þér til um hvað verður í boði hér.

 

Janúar

Vegna gífurlega vinsælda komum við til með að bjóða aftur upp á ljósmyndanámskeið með henni Díönu Júlíusdóttur ljósmyndara.

Á þessu fjögurra skipta námskeiði fá þátttakendur kennslu í að taka betri ljósmyndir. Farið verður í þætti svo sem myndbyggingu, ljós og skugga, birtu auk ýmissa annara atriða sem auðvelda okkur að færa myndirnar okkar frá því að vera venjulegar yfir í framúrskarandi.

Þátttakendur notast við eigin síma eða myndavél

Námskeiðsgjald er 3000 kr og greitt er við skráningu

Hefst 12. janúar 2023 

Við hvetjum áhugasama um að kynna sér námskeiðið betur hér. 

 

Á föstudögum í janúar ætlar Karín María Sveinbjörnsdóttir að leiðbeina áhugasömum í einfaldri bókagerð. Með fjölbreyttum aðferðum verðar meðal annars útbúnar bókakápur en einnig verður farið í nokkrar aðferðir við bókasaum.

Nú gefst tilvalið tækifæri til að útbúa sér litla minnisbók, skissubók eða jafnvel litla uppskriftabók.

Efnisgjald er 2000 kr

Hefst 13. janúar

 

Febrúar

Erla Sigurðardóttir með aðstoð Elinborgar Hákonardóttur leiðbeina þurrnálaþæfingu.
Verður meðal annars farið í að þæfa einfaldan hlut í þrívídd en einnig komum við til með að gera myndir úr ullinni.

Námskeiðsgjald 2000 kr

Hefst 3. febrúar

 

Mars

Í mars ætlum við að læra um kryddjurtir, sáningu og umhirðu þeirra. Við komum til með að sá fyrir þeim, útbúa merkingar, pottahlífar og annað skemmtilegt þeim tengt.
Leiðbeinandi er Elinborg Hákonardóttir með aðstoð Sigrúnar Marínósdóttur

ATH að tíminn þann 10. mars fer fram í Grasagarðinum og verður hist þar.

Efnisgjald 2000 kr

Hefst 3. mars

 

Apríl

Elinborg Hákonardóttir og Sigrún Marínósdóttir ætla að leiðbeina í leik og litagleði þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast alkóhólbleki. Prufað verður að mála á ýmsan efnivið svo sem plast, gler, flísar og postulín.

Einfalt og skemmtilegt handverk sem hentar flestum.

Efnisgjald 2000 kr

Hefst 31.mars

 

Maí

Elinborg Hákonardóttir með aðstoð Sigrúnar Marínós kennir þrykk  með gelliplates. Einföld og skemmtileg aðferð sem hentar vel byrjendum með tvo til tíu þumalfingur og lengra komnum. Áhugasömum gefst einnig tækifæri á að prufa sig áfram með aðrar grafíkaðferðir.

Námskeiðsgjald er 2000 kr

Hefst 5. maí

Helstu upplýsingar

Styttra handverkið er á föstudögum í vor kl 9-12

 

Ljósmyndun „að taka betri myndir“

12. janúar
19. janúar
26. janúar
02. febrúar

Skapandi bókagerð

13. janúar
20. janúar
27. janúar

Þurrnálaþæfing

03. febrúar
10. febrúar
17. febrúar
24. febrúar

Kryddjurtir 

03. mars
10. mars – ATH hist í Grasagarðinum kl 10:00
17. mars
24. mars

Alkoholblek

31. mars
14. apríl
21. apríl
28. apríl

Gelliprint og annað þrykk

05. maí
12. maí
19. maí
26. maí