Á föstudögum í vetur verða í boði mismunandi handverk eftir mánuðum. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast nýju og fjölbreyttu handverki.
Janúar – Fataviðgerðir
Sigríður Tryggvadóttir verður með kennslu í breyta görmum í gersemar. Farið verður í hvernig hægt er að gera við göt og bletti, sýnilegar viðgerðir, Sashiko og „slow stitching“. Sigga er þaulreynd saumakona sem hefur sérhæft sig í endurnýtingu, sjálfbærni og hæg-tísku.
Efnisgjald 2000 kr
Hefst 5. janúar og er fjögur skipti
Efnisgjald – 2000 kr
Skráning í móttöku Ljóssins
Febrúar – Þurrnálaþæfing
Kennt verður að þæfa myndir og einnig einfaldan hlut í þrívídd. Einnig kemur textílhönnuðurinn Ýrúrarí til okkar og verður með „workshop“ en hægt er að skoða hennar verk betur hér
Efnisgjald – 2000 kr
Hefst 2. febrúar og er fjögur skipti
Skráning í móttöku Ljóssins
Mars – Kryddjurtir
Í mars ætlum við að læra um kryddjurtir, sáningu og umhirðu þeirra. Við komum til með að sá fyrir þeim, útbúa merkingar, pottahlífar og annað skemmtilegt þeim tengt.
Efnisgjald – 2000 kr
Hefst 1. mars og er fjögur skipti
ATH tíminn 8. mars hefst kl 10:00 í Grasagarðinum
Skráning í móttöku Ljóssins
Apríl – Alkóhólblek
Leikur og litagleði þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast alkóhólbleki. Prufað verður að vinna myndir á ýmsan efnivið svo sem plast, gler, flísar og postulín.
Einfalt og skemmtilegt handverk sem hentar flestum.
Efnisgjald – 2000 kr
Hefst 5. apríl og er fjögur skipti
Skráning í móttöku Ljóssins
Maí –
Efnisgjald – 2000 kr
Hefst 3. maí og er fjögur skipti
Skráning í móttöku Ljóssins
Helstu upplýsingar
Föstudagar kl 9:00 – 12:00
Fataviðgerðir
05. janúar
12. janúar
22. janúar
26. janúar
Þurrnálaþæfing
02. febrúar
09. febrúar
16. febrúar
23. febrúar
Kryddjurtir
01. mars
08. mars
15. mars
22. mars
Alkóhólblek
05. apríl
19. apríl
26. apríl
03. maí
Maí
10. maí
17. maí
24. maí
31. maí
Skráning og upplýsingar í síma 561-3770 eða móttöku Ljóssins