Á föstudögum í vetur verða í boði mismunandi handverk eftir mánuðum. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að gefa þátttakendum tækifæri til að kynnast nýju og fjölbreyttu handverki.

 

Janúar – Fataviðgerðir

Sigríður Tryggvadóttir verður með kennslu í breyta görmum í gersemar. Farið verður í hvernig hægt er að gera við göt og bletti, sýnilegar viðgerðir, Sashiko og „slow stitching“. Sigga er þaulreynd saumakona sem hefur sérhæft sig í endurnýtingu, sjálfbærni og hæg-tísku.

Efnisgjald 2000 kr 

Hefst 5. janúar og er fjögur skipti

Efnisgjald – 2000 kr
Skráning í móttöku Ljóssins

 

Febrúar – Þurrnálaþæfing

Lærðu að þæfa fígúrur, myndir og jafnvel gera við eða lífga upp á lúnar flíkur. Í febrúar ætlum við að læra þurrnálaþæfingu og verður textíllistakonan Ýrúrarí með vinnustofu einn daginn en hægt er að skoða hennar verk betur hér

Efnisgjald – 2000 kr

Hefst 2. febrúar og er fjögur skipti
Skráning í móttöku Ljóssins

 

Mars – Kryddjurtir

Í mars ætlum við læra um kryddjurtir, sáningu og umhirðu þeirra. Við komum til með fyrir þeim, útbúa merkingar, pottahlífar og annað skemmtilegt þeim tengt.

Efnisgjald – 2000 kr

Hefst 1. mars og er fjögur skipti
ATH tíminn 8. mars hefst kl 10:00 í Grasagarðinum
Skráning í móttöku Ljóssins

  

Apríl – Alkóhólblek

Leikur og litagleði þar sem þátttakendur fá tækifæri til að kynnast alkóhólbleki. Prufað verður að vinna myndir á ýmsan efnivið svo sem plast, gler, flísar og postulín. 

Einfalt og skemmtilegt handverk sem hentar flestum. 

Efnisgjald – 2000 kr

Hefst 5. apríl og er fjögur skipti
Skráning í móttöku Ljóssins

 

Maí – Glimmer – fangaðu augnablikið

Í maí komum við til með að útbúa bók fyrir sumarið sem er ætlað því hlutverk að fanga augnablik gleði, þakklætis, góðra stunda og tilfinninga.
Þann 17. maí verður Alda Pálsdóttir með fyrirlestur þar sem hún kemur til með að fjalla um ósjálfráða taugakerfið og hvernig hægt sé að nýta bókina til að styðja við það með einföldum og hagnýtum aðferðum.

Rétt eins og taugakerfið hefur mótast af öllum okkar fyrri upplifunum getum við haldið áfram að hafa áhrif á það til að skapa okkur líf velsældar og hamingju.

Efnisgjald – 2000 kr

Hefst 3. maí og er fjögur skipti
Skráning í móttöku Ljóssins

 

Maí – júní – Fígúrugerð úr pappamassa

Sara Vilbergsdóttir myndlistakona kennir þátttakendum að móta fígúrur úr vír, dagblöðum, silkipappír, málarateipi og fleiru. Skapandi og skemmtilegar samverustundir þar sem fjölbreyttar kynjaverur verða til. 

Hefst 28. maí og er fjögur skipti á tveimur vikum

Efnisgjald – 3500 kr
Skráning í móttöku Ljóssins 

 

Júní – Steinamálun

Í júní ætlum við að að mála og teikna á steina – hugleiðandi handverk sem auðvelt er að gleyma sér við.

Hefst 7. júní og er fjögur skipti
Skráning í móttöku Ljóssins

Helstu upplýsingar

Föstudagar kl 9:00 – 12:00

Fataviðgerðir

05. janúar
12. janúar
22. janúar
26. janúar

Þurrnálaþæfing

02. febrúar
09. febrúar
16. febrúar
23. febrúar

Kryddjurtir

01. mars
08. mars
15. mars
22. mars

Alkóhólblek

05. apríl
12. apríl
19. apríl
26. apríl

Glimmer – fangaðu augnablikið

03. maí
17. maí
24. maí
31. maí

Maí / Júní – pappamassi

28. maí
29. maí
04. júní
05. júní

Steinamálun

07. júní
14. júní
21. júní
28. júní

 

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770 eða móttöku Ljóssins