Á föstudögum í vor verða í boði mismunandi handverk í hverjum mánuði. Hugmyndin með þessum námskeiðum er að veita þátttakendum tækifæri til að kynnast nýju og fjölbreyttu handverki.

Takmarkaður fjöldi kemst að á hverju námskeiði og því þarf að skrá sig hjá móttöku Ljóssins

Efnisgjald á öll námskeið er 2500 kr nema annað sé tekið fram og greiðist í fyrsta tíma. 

 

Apríl – Grafík / þrykk
Í apríl stefnum við að því að leika okkur og læra nokkrar mismundandi grafíkaðferðir. Við prufum að skera út í dúk, leika okkur með þurrnál, gelplötur og ef verður leyfir náum við kannski að prufa cyanotype

Hefst 4. apríl og er fjögur skipti

 

Maí – Hreyfimyndagerð
Við ætlum að leika okkur aðeins með tæknina í maí og læra „stop motion“ hreyfimyndagerð. Guðrún Friðriksdóttir iðjuþjálfi og meistaranemi í ritlist hefur námskeiðið með því að kenna uppbyggingu á sögum.
Þátttakendur þurfa að notast við eigin síma og geta sótt appið „stop motion studio“

Hefst 9. maí og er 4 skipti. 

 

Júní – Lyngvist / skammtímasköpun

Komdu út að leika með Guðrúnu Friðriks iðjuþjálfa og Boggu. Við komum til með að halda út í náttúruna með það að markmiði að spjalla saman og skapa skammtímaverk í margvíslegu formi. 

Athugið að námskeiðið er útivera en ekki útivist og því mikilvægt að þátttakendur klæði sig eftir því og veðri. 

Hefst  6. júní og er 3 skipti

Helstu upplýsingar

Fjölbreytt vorhandverk:

Föstudagar kl. 09:00 – 12:00

Skráning hjá móttöku Ljóssins