Í tilefni Bleiks októbers ákváðu þau Gunnhildur Gígja Ingvadóttir og Brynjar Björnsson að skipuleggja „flashday“ á húðflúrstofunni Studio Creative í Garðarbæ til styrktar Ljósinu. Viðburðurinn fór fram laugardaginn 11. október frá kl 12:00-18:00, þar sem boðið var upp á fjölbreyttar og fallegar hannanir frá hæfileikaríku húðflúrlistafólki Studio Creative. Fyrirtækið Nocco sá um að halda stemingunni uppi og gaf drykki. Við
Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar fer fram laugardaginn 15. nóvember. Þar mun stór hópur fólks hittast við Esjurætur kl. 15:30 og svo verður lagt af stað upp að Steini klukkan 16:00 og í kjölfarið gengið niður með höfuðljós tendruð og myndaður fallegur Ljósafoss í þann mund sem myrkrið skellur á. Hver og einn getur gengið þá vegalengd sem hentar,
Lokað verður í Ljósinu föstudaginn 17. október vegna árshátíðar starfsfólks. Við hvetjum þjónustuþega til þess að njóta þessara daga og huga vel að líkama og sál. Við opnum aftur mánudaginn 20. október samkvæmt stundaskrá.
Námskeiðið Að greinast í annað sinn hefst miðvikudaginn 29. október. Um er að ræða 4 skipta námskeið sem er í senn fræðsla og jafningjastuðningur fyrir þau sem eru að greinast í annað sinn. Markmið námskeiðsins er að veita stuðning og fræðslu sem nýtist fólki m.a. við að öðlast meiri styrk og betri líðan til að stuðla að jafnvægi í daglegu
Mánudaginn 20.október ætlum við að bjóða upp á auka tíma í slökun kl. 13:30. Þátttakendur koma sér þægilega fyrir á dýnu eða stól og þurfa ekkert að aðhafast annað en að slaka á og hlusta á rödd þess sem leiðir. Þátttakendur verða leiddir inn í djúpa slökun og sleppa algjörlega tökum á allri spennu, þreytu og streitu. Slökun er góð
Í tilefni af Alþjóðlegum degi iðjuþjálfunar, mánudaginn 27. október verður opið hús í Ljósinu milli 15:00-17:00. Iðjuþjálfar Ljóssins munu meðal annars kynna jafnvægi á milli vinnu, tómstunda og hvíldar í daglegur lífi. Ráðleggingar varðandi rétta líkamsbeitingu, skipulagningu, orkusparandi aðferðir, hlutverk aðstandenda í veikindum og ýmis konar handverk. Við hvetjum alla til að kíkja í heimsókn til okkar í Ljósið þennan
Fimmtudaginn 30. október kl. 10:00-12:00 býður Ljósið upp á fræðslufyrirlestur og kynningu á stoðvörum fyrir þau sem hafa farið eða munu gangast undir aðgerð vegna brjóstakrabbameins. Fyrirlesarar eru Guðrún Erla og Inga Rán, þjálfarar Ljóssins auk Gígju Grétarsdóttur, hjúkrunarfræðings í Eirberg sem verður með kynningu á stoðvörum. Það er mikilvægt fyrir þau sem gangast undir aðgerð á brjósti að huga vel
Fyrr í mánuðinum fór fram Bændaglíma Golfklúbbs Kiðjabergs 2025. Spilað var á fallegum Kiðjabergsvelli þar sem 40 tveggja manna lið mættu til leiks og spiluðu Texas Scramble holukeppni. Ákveðið var samróma af stjórn Golfklúbbs Kiðjabergs að veita Ljósinu styrk að upphæð 250 þúsund krónur. Um er að ræða innkomu af þátttökugjöldum í Bændaglímu sem haldin var laugardaginn 13. september og
Jafningjahópurinn fyrir konur 46 ára og eldri hittist á Kjarvalsstöðum 7. október kl. 13:00. Við fáum leiðsögn um yfirlitsýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur, Ósagt og fáum okkur kaffi á Klömbrum á eftir. Skráing fer fram í móttöku Ljóssins til og með mánudagsins 6.október.
Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum Bústaðakirkju í Bleikum október, en tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar Ljósinu. Hluti af dagskránni í Bústaðakirkju eru hádegistónleikar alla miðvikudaga í október kl. 12:05. Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi: 1. október