Jafningjahópurinn fyrir konur 46 ára og eldri hittist á Kjarvalsstöðum 7. október kl. 13:00. Við fáum leiðsögn um yfirlitsýningu Kristínar Gunnlaugsdóttur, Ósagt og fáum okkur kaffi á Klömbrum á eftir. Skráing fer fram í móttöku Ljóssins til og með mánudagsins 6.október.
Bleikur október í Bústaðakirkju er dagskrá sem helguð er stuðningi við þau fjölmörgu sem glíma við krabbamein og aðstandendur þeirra. Aðgangur er ókeypis að öllum dagskrárliðum Bústaðakirkju í Bleikum október, en tekið verður á móti frjálsum framlögum til styrktar Ljósinu. Hluti af dagskránni í Bústaðakirkju eru hádegistónleikar alla miðvikudaga í október kl. 12:05. Dagskrá tónleikaraðarinnar er eftirfarandi: 1. október
Það var ánægjulegt að taka á móti velferðarnefnd Alþingis hingað í Ljósið á Langholtsveginum í gærmorgun. Við í Ljósinu leggjum áherslu á að vinna þétt með stjórnvöldum til að tryggja að sú sérþekking sem við búum yfir nýtist þeim sem taka ákvarðanir um heilbrigðismál. „Ég held ég tali fyrir hönd Velferðarnefndar allrar þegar ég segi að þarna er um einstaka
Við bjóðum karlmenn í Ljósinu hjartanlega velkomna í nýja tíma! Liðkun og teygjur fyrir karla þar sem lögð er áhersla á að losa um spennu, bæta hreyfigetu og upplifa meiri léttleika í líkamanum. Í tímunum sameinum við liðkandi æfingar og teygjur með það að markmiði að auka liðleika og hreyfanleika líkamans. Æfingarnar eru aðlagaðar að þörfum hvers og eins. Fríða
Við bjóðum ykkur velkomin á næsta erindi í fyrirlestraröðinni Samtalið heim sem ætluð er þjónustuþegum Ljóssins og aðstandendum þeirra. Mánudaginn 29. september kl. 16:30 verður fræðsluerindi um andhormónameðferð kvenna með Önnu Siggu, iðjuþjálfa og Ólöfu Kristjönu Bjarnadóttur, krabbameinslækni. Líkamleg og andleg líðan getur breyst mikið við að vera á andhormónum. Áhrifin geta verið fjölbreytt og mismunandi eftir einstaklingum og hafa
Ert þú á leið til vinnu eða í nám eftir langt hlé í kjölfar krabbameins? Þá er gagnlegt að fá yfirlit yfir þá þætti sem gott er að huga að, hafa áhrif á vellíðan í starfi og styðja við færnina til að takast á við starf eða nám. Á námskeiðinu „Aftur til vinnu eða náms“ eru þessir þættir skoðaðir frá
Á mánudaginn mætast Breiðablik og ÍBV á Kópavogsvelli kl. 18:00. Leikurinn verður spilaður til styrktar Ljóssins en í ár viljum við vekja athygli á starfi ungra karla í Ljósinu. Frítt á völlinn en tekið verður við frjálsum framlögum við inngang. Uppboð á treyjum leikmanna – allur ágóði rennur óskertur til Ljóssins. Litla Ljósabúðin verður með sölu á varningi Ljóssins. Mætum
Í daglegu tali er oftar en ekki talað um krabbamein sem fjölskyldusjúkdóm. Að greinast með krabbamein getur valdið miklu umróti og álagi, ekki bara í lífi þess greinda heldur allra í fjölskyldunni. Fjölskyldan stendur frammi fyrir nýjum aðstæðum og breytingum þar sem m.a. hlutverkaskipan getur riðlast. Hvernig einstaklingum tekst að aðlagast breytingum er mismunandi hjá hverjum og einum. Hlutirnir geta
Föstudaginn 12. september hefst nýtt námskeið hjá Ljósinu sem ber heitið Slaka og skapa. Unnið verður útfrá flæði og skynjun í gegnum handverk og hugleiðslu. Kynntar verða mismunandi aðferðir af útsaumi og farið verður í ferðalag í hugmyndavinnu í gegnum slökunarferli sem kennari hefur verið að þróa fyrir skapandi huga. Á námskeiðinu verður lögð áhersla á skapandi nálgun og tilraunir í
Núvitund er lífsfærni sem getur aukið fullnægju í lífinu og skilning okkar í eigin garð. Hún felst í því að taka eftir náttúrulegum eiginleika hugans til að vera meðvitaður hér og nú um það sem er að gerast meðan það er að gerast, án þess að grípa inn í og dæma það. Við gerum það m.a. með því að opna