Fréttir

18
maí
2023

Klukk, þú ert’ann – Þátttaka fyrirtækja

Kæru vinir, Nú höfum við hrint af stað sérstöku átaksverkefni sem miðar að því að safna pening fyrir nýjum húsakynnum fyrir Ljósið. Verkefnið ber yfirskriftina Klukk, þú ert’ann og er kjarninn í verkefninu fallegt myndband sem minnir okkur á hversu tilviljanakennt það er hverjir munu greinast með krabbamein á lífsleiðinni. Samhliða birtingu myndbandsins höfum við hrundið af stað svokölluðum klukk-keðjum

Lesa meira

17
maí
2023

Klukk, þú ert’ann!

Kæri vinur, Í dag hrintum við í Ljósinu úr vör herferð með yfirskriftinni Klukk, þú ert´ann. Þar föngum við athygli þjóðarinnar með auglýsingu sem minnir okkur á þá sláandi staðreynd að einn af hverjum þremur Íslendingum greinist með krabbamein á lífsleiðinni. Markmið herferðarinnar er að safna fyrir nýju húsnæði, en húsakynni Ljóssins eru orðin alltof lítil. Eins og margir vita þá er Ljósið eina endurhæfingarmiðstöðin sem sérhæfir

Lesa meira

13
maí
2023

Frábær félagsskapur og hvetjandi leiðbeinendur

Anna Guðrún Auðunsdóttir er hress móðir, eiginkona og viðskiptafræðingur sem hefur undanfarið sótt saumanámskeið í Ljósinu sem hluta af sinni endurhæfingu. Á námskeiðinu hefur Anna ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur en hún ákvað að klára teppi sem hún hófst handa við fyrir 27 árum síðan. Við spjölluðum aðeins við Önnu um handverkið, teppið, og hvernig námskeiðið

Lesa meira

12
maí
2023

Ný stjórn Ljóssins kjörin á aðalfundi 2023

Aðalfundur Ljóssins 2023  fór fram miðvikudaginn 10. maí síðastliðinn.  Fram fóru hefðbundin aðalfundarstörf og stjórnarkjör, og urðu í kjölfarið lítilsháttar breytingar á stjórn. Mjöll Jónsdóttir ákvað að gefa ekki kost á sér aftur og þökkum við henni kærlega fyrir sitt framlag til endurhæfingarstarfsins. Nýr formaður er Brynjólfur Eyjólfsson, en meðstjórnendur eru Jón Eiríksson, Hákon Jónsson, Sara Lind Guðbergsdóttir og Ásta

Lesa meira

9
maí
2023

Fulltrúar Ljóssins mæta á Sjónaukann á Akureyri

Starfsfólk Ljóssins, þær Helga Jóna Sigurðardóttir, iðjuþjálfi og fjölskyldumeðferðarfræðingur, Guðrún Friðriksdóttir, iðjuþjálfi, og Elín Kristín Klar, sálfræðiráðgjafi, munu mæta fyrir hönd Ljóssins á Sjónaukann 2023. Um er að ræða árlega ráðstefnu heilbrigðisvísindadeilda Háskólans á Akureyri en viðburðurinn fer fram bæði á staðnum og rafrænt dagana 16. og 17. maí n.k. Áhersla ráðstefnunnar í ár er Horft til framtíðar: Fólk og

Lesa meira

5
maí
2023

Ljósið og Erna Magnúsdóttir hljóta Oddsviðurkenninguna

Í síðustu viku afhenti Krabbameinsfélaginu Framför í fyrsta skipti Oddsviðurkenning félagsins. Viðurkenningin verður veitt árlega til fyrirtækis, stofnunar eða einstaklings sem félagið telur hafa stutt dyggilega við karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra. Oddsviðurkenninguna 2023 fékk Ljósið og Erna Magnúsdóttir forstöðukona fyrir ómetanlegt starf í þágu endurhæfingar og stuðnings við fólk sem hefur greinst með

Lesa meira

28
apr
2023

Greiðslur í heimabanka – Takk fyrir þitt framlag

Kæru Ljósavinir, Frá upphafi hefur stuðningur einstaklinga við endurhæfingarstarf Ljóssins skipt gríðarlegu máli. Ykkar framlag hefur leyft starfinu vaxa og bætt þannig lífsgæði krabbameinsgreinda með faglegri heildrænni endurhæfingu og stuðningi sem á sér fáan eða engan líkan. Mánaðarlega sækja yfir 600 manns þjónustu í Ljósið, ýmist í viðtöl við fagaðila, námskeið, fræðslu, líkamlega endurhæfingu, handverk og fleira. Með ykkar stuðningi

Lesa meira

28
apr
2023

Þakkir fyrir góða gjöf

Þann 8. apríl 2022 lést Hafþór Haraldsson úr krabbameini en hann hafði verið þjónustuþegi Ljóssins. Við í Ljósinu þekktum hann áður í gegnum líknarfélagið Bergmál en mikil og góð samvinna hefur verið á milli Ljóssins og Bergmáls í fjölda mörg ár. Bræður Hafþórs Gunnar, Dagþór og Birgir segja svo: Bróðir okkar þótti vænt um Ljósið og starfsmenn þess og vildi

Lesa meira

26
apr
2023

Opin vinnustofa hjá Þóru Björk Schram í Gufunesi

Þóra Björk Schram myndlistarkona og textílhönnuður opnar vinnustofuna sína í Gufunesi fyrir áhugasama fimmtudaginn 4.maí á milli klukkan 10:00 og 12:00. Þóra Björk vinnur með blandaða tækni í sínum verkum. Hér má skoða facebook síðuna hennar þar sem hún sýnir brot af fjölbreyttum sköpunarverkum. Þetta er tilvalið tækifæri til að prufa að upplifa vinnustofulífið og sjá hvernig listamenn vinna. Unnið

Lesa meira

26
apr
2023

Námskeið í fígúrúgerð með pappamassa

31. maí næstkomandi hefst hefst fjögurra skipta námskeið í pappamassa mótun þar sem Sara Vilbergsdóttir myndlistakona og myndlistakennari ætlar að leiðbeina í hönnun fígúra með þessari skemmtilegu aðferð. Mótað verður úr vír, dagblöðum, silkipappír, málarateipi og fleiru. Skapandi og skemmtilegar samverustundir þar sem fjölbreyttar kynjaverur verða til. Skráning fer fram hjá móttöku Ljóssins í síma 561-3770 eða með því að smella

Lesa meira