Við fengum á dögunum góða heimsókn þegar Jóna Lárusdóttir kom í forsvari vinkonuhóps sem færði Ljósinu myndarlegan styrk í starfsemina. Þær Jóna, Hjördís, Arna, Berglind, Rósa, Hildigerður og Sigríður Ósk tilheyra þessum góða hóp. Hjartans þakkir fyrir ykkar framlag, það nýtist sannarlega vel í starfsemina. Á myndinni má sjá Jónu Lárusdóttir færa Erlu Jóhannsdóttir frá Ljósinu styrkinn góða.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, endaði síðasta ár sannarlega með stæl. Eftir magnað ár í fótboltanum lét hún gott af sér leiða með því að bjóða upp áritaða landsliðstreyju úr leik Íslands og Þýskalands og láta allan ágóða renna til Ljóssins. Guðmundur Kristjánsson, kenndur við Brim, keypti treyjuna á eina milljón króna og mættu þau Glódís í Ljósið á
Gleðilegt ár kæru vinir, Vegna óviðráðanlegra orsaka verður eldhús Ljóssins lokað í dag og á morgun. Við biðjumst velvirðingar á þessu en hlökkum til að bjóða upp á heilnæman og hollan hádegismat strax eftir helgi.
Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins
Kæru vinir, Ljósið fer í jólafrí frá og með mánudeginum 23. desember fram yfir nýja árið. Lokað verður á Þorláksmessu. Við opnum svo aftur á nýju ári fimmtjudaginn 2. janúar. Hafið það sem allra best í jólafríinu, við hvetjum ykkur eindregið að huga vel að heilsunni í fríinu, jafnt líkamlegri sem og andlegri heilsu. Með kærri jólakveðju, Starfsfólk Ljóssins
Íslenska Gámafélagsið veitti Ljósinu veglegan styrk að upphæð 2 milljónir króna fyrr í dag. Styrkurinn mun renna í húsnæðissjóð Ljóssins. Fulltrúar frá Íslenska Gámafélaginu, þau Auður Pétursdóttir, Ásta María Harðardóttir, Ólafur Thordersen og Ljiljana Tepsic, heimsóttu Ljósið til að afhenda styrkinn og fengu tækifæri til að kynna sér starfsemina og hitta starfsfólk Ljóssins. „Við hjá Íslenska Gámafélaginu leggjum mikla áherslu
Unnar Bjarnason færði mömmu sinni ógleymanlega gjöf á afmælisdaginn hennar í dag – styrk að upphæð 200.000 krónur til Ljóssins, þar sem hún hefur sótt þjónustu. Styrkurinn er afrakstur elju og skipulagsgleði Unnars, sem safnaði upphæðinni með sölu á sérmerktum treyjum fyrir bumbu körfuboltalið KR. Með þessu fallega framtaki vildi hann bæði heiðra móður sína og styðja við starfsemi Ljóssins,
Í ár bjóðum við velunnurum Ljóssins enn á ný að gefa þýðingarmikla jólagjöf í formi styrks til Ljóssins. Styrkurinn er fáanlegur á vefsíðu Ljóssins www.ljosid.is/gjof og þar getur hver og einn valið hvort hann vilji styrkja fjölskyldustarf Ljóssins annars vegar eða starf unga fólksins hins vegar. Í kjölfarið fær kaupandi sent rafrænt gjafabréf sem þú getur prentað og laumað undir
Söfnuður Bústaðakirkju í samvinnu við Kvenfélag Bústaðasóknar, hefur afhent Ljósinu rausnarlegan styrk að upphæð 500.000 kr. Styrkurinn er afrakstur Bleiks októbers í Bústaðakirkju, þar sem hádegistónleikar voru haldnir alla miðvikudaga og sérstakar listamessur á sunnudögum. Markmið Bleiks októbers var að vekja athygli á mikilvægri þjónustu Ljóssins við krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra, ásamt því að safna fjármagni til að styðja starfsemina.
Oddfellowstúkan nr. 7, Þorkell Máni I.O.O.F., hefur ákveðið að styðja við starfsemi Ljósins með rausnarlegum styrk að upphæð 1.000.000 króna. Með þessu framlagi vilja Oddfellow-bræður sýna stuðning sinn við mikilvægt starf Ljósins, sem hefur unnið mikilvægt starf fyrir fólk sem glímir við veikindi og þarf á endurhæfingu og stuðningi að halda. „Það er okkur mikil ánægja að geta lagt okkar