Fréttir

22
jan
2026

Ábending til gesta Ljóssins

Við viljum vinsamlegast minna gesti okkar á að gæta vel að eigum sínum meðan dvalið er í Ljósinu. Gott er að hafa verðmæti, svo sem síma, veski og lykla með sér eða setja á öruggan stað og forðast að skilja þau eftir í yfirhöfnum sem enginn hefur eftirlit með. Í íþróttahúsinu eru skápar sem hægt er að læsa og um

Lesa meira

22
jan
2026

27. janúar – Jafningjahópur fyrir karlmenn 16-45 ára

Karlmenn, 16-45 ára, hittast alla þriðjudaga kl. 12:00 þar sem þeir borða saman hádegismat og spjalla í afslöppuðu umhverfi. Þetta er frábært tækifæri til að hitta aðra karlmenn í svipuðum aðstæðum og eiga góðar samræður í öruggu og rólegu rými. Hægt er að lesa meira hér. Næsta þriðjudag, 27. janúar, mun Lilja næringarfræðingur koma og leiða fræðandi umræðu um næringu.

Lesa meira

22
jan
2026

Uppboðinu á landsliðstreyjunni lokið

Uppboðinu á aðaltreyju íslenska landsliðsins í handbolta, áritaðri af strákunum okkar, lauk í gær kl. 12:00. Treyjan seldist fyrir 174.000 kr. og viljum við í Ljósinu innilega þakka öllum sem tóku þátt í uppboðinu, HSÍ og strákunum okkar. Sérstakar þakkir fær sá sem bauð hæst! Með þessum dýrmæta stuðningi er verið að styrkja það mikilvæga starf sem fer fram í Ljósinu.

Lesa meira

20
jan
2026

Gönguþjálfun fellur niður í dag vegna hálku

Það er mikil og varasöm hálka á götum og stígum þennan daginn og óhætt að vara fólk við hálkunni fram eftir morgni og sérstaklega á minna förnum götum og á bílaplönum. Vegna þessa þá fellur gönguþjálfun niður í dag og minnum á að þau sem ætla að leggja leið sína til okkar í dag að það er flughált á Langholtsveginum.

Lesa meira

19
jan
2026

Ljósið leitar að iðjuþjálfa

Erum við að leita að þér? Við í Ljósinu erum að leita að iðjuþjálfa! Starfið er mjög fjölbreytt og felst í að hámarka daglega færni og auka þannig lífsgæði þjónustuþega. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum. Vinnuumhverfið er líflegt og skemmtilegt. Það veitir einnig tækifæri til að taka þátt í mótun þjónustu

Lesa meira

19
jan
2026

Jafningjahópur – Konur 46 ára og eldri

Jafningjahópur fyrir konur 46 ára og eldri, hittist þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13:00 á Hvalasafninu (Fiskislóð 23-25, 101 Reykjavík). Við fáum 30 mínútna leiðsögn og aðgangseyrir er 2150 kr. Á eftir munum við kíkja á Kaffivagninn og eiga notalega stund saman. Vinsamlegast skráið þátttöku í afgreiðslu Ljóssins í síðasta lagi 2. febrúar.

15
jan
2026

Styrkur frá Oddfellow Rebekkustúku nr.11 Steinunni

Í gær fengum við heimsókn frá Hörpu S. Guðmundsdóttur sem kom fyrir hönd Oddfellow stúku nr. 11, Steinunni. Oddfellowstúkan Steinunn no 11. er líknarfélag sem styrkir ýmiskonar málefni t.d. þau sem eru í nærsamfélagi sínu. Þær ákváðu að styrkja Ljósið eftir að hafa heyrt fallegar sögur af þjónustunni sem Ljósið veitir fyrir einstaklinga um allt land, og þar með systur

Lesa meira

12
jan
2026

Áfram Ísland – árituð landsliðstreyja á uppboði

Nú á nýju ári förum við í Ljósinu af stað með nýtt og skemmtilegt verkefni! Okkur hefur borist að gjöf nokkrar glæsilegar íþróttatreyjur sem verða til sölu á uppboði reglulega yfir árið 2026 og allur ágóði rennur beint til Ljóssins. Við erum ótrúlega spennt að segja ykkur frá fyrstu treyjunni sem er aðaltreyja íslenska landsliðsins í handbolta, árituð af strákunum okkar!

Lesa meira

9
jan
2026

Auka tímar í slökun

Frá og með 22. janúar til 26. febrúar verður boðið upp á slökun á fimmtudögum kl. 14:00 í græna sal Ljóssins. Slökun er góð leið til að auka vellíðan, draga úr álagi, bæta svefn og auka lífsgæði. Þátttakendur koma sér þægilega fyrir á dýnu eða stól og þurfa ekkert að aðhafast annað en að slaka á og hlusta á rödd

Lesa meira

9
jan
2026

Námskeið fyrir aðstandendur

Krabbameinsgreining hefur áhrif á alla sem sem tengjast þeim sem greinast og oft á tíðum er sagt að krabbamein sé fjölskyldusjúkdómur. Við hvetjum ykkur og aðstandendur ykkar til að skoða þau námskeið sem við bjóðum upp á í Ljósinu fyrir aðstandendur, en þau hafa reynst afar vel. Í janúar hefjast tvö námskeið fyrir aðstandendur: Aðstandendanámskeið fyrir fullorðna í streymi, sem

Lesa meira