Þegar fjölskyldumeðlimur greinist með krabbamein hefur það áhrif á fjölskylduheildina. Krabbamein getur ógnað tengslum, samskiptum, hlutverkum, valdastöðu og heilindum innan fjölskyldunnar.
Hver fjölskyldumeðlimur sinnir ákveðnu hlutverki innan fjölskyldunnar og veikindi eins og krabbamein hefur þar áhrif. Hvernig fjölskylda tekst á við krabbamein og veikindi fer eftir mörgum þáttum eins og aðlögunargetu, sveigjanleika, þrautseigju, samheldni ofl.
Aðlögunargeta einstaklinga og fjölskyldunnar er margbreytileg en þróast líka með tímanum. Í byrjun getur fjölskyldan upplifað sig brothætta og viðkvæma. Fjölskyldan leitast við að ná jafnvægi og áttum aftur.
Talið er að krabbamein hafi í för með sér viðhorfs- og gildisbreytingu hjá öllum fjölskyldumeðlimum til lífstíðar.
Áhrif krabbameins á fjölskyldur
Aðlögunarleiðir fjölskyldunnar
Þegar foreldri er með krabbamein
Uppeldi við breyttar aðstæður
Líðan barna og viðbrögð
Að ræða við börn um erfiða hluti
Úrræði fyrir börn og fjölskyldur
Upplýsingarnar hér að ofan eru gjöf frá Karítas heimaþjónustu. Umsjón með textanum hafði Valgerður Hjartardóttir, hjúkrunarfræðingur, djákni og fjölskyldumeðferðarfræðingur.