Uncategorized

12
nóv
2016

Útivistarhópur 16. nóvember – Garðakirkja og Álftanes

Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Garðakirkju kl: 13.00. Göngum undan vindi frá Garðakirkju… klæðið ykkur eftir veðri… vetur konungur er kominn í bæinn. Eftir gönguna finnum við okkur góðan kaffisopa. Hlökkum til að sjá ykkur

10
nóv
2016

Námskeið frá Lótushúsi í Ljósinu

Listin að lifa Námskeið frá Lótushúsi í Ljósinu. Tvö skipti, miðvikudagana 23. og 30. nóvember frá kl. 11-12.   Mið 23. nóv, kl. 11:00-12:00 Áhrifamáttur hugleiðslu á sá og líkama Orsakir kvíða, ótta og almennrar vanlíðunar má oft rekja til innri óstöðugleika og óöryggis. Fjallað verður um það út áf hvað hugleiðsla gengur og áhrifamátt hennar á líkama og sál.

Lesa meira

2
nóv
2016

Útivistarhópur 9. nóvember – Kaldársel

Miðvikudagur 9. nóvember –  Kaldársel Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Íshesta í Hafnarfirði kl: 13.00. Við göngum þaðan um Sléttuhlíð í átt að Kaldárseli…kannski finnum við Kershellir. Eftir gönguna kíkjum við á kaffihús. Hlökkum til að sjá ykkur

30
okt
2016

Útivistarhópur 2. nóvember – Lækjarbotnar

Miðvikudagur 2.nóvember –  Lækjarbotnar Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Waldorfskólann Lækjarbotnum kl. 13:00. Beygt til hægri út af þjóðvegi 1 og keyrt upp að Waldorfskólanum. Gengið verður um Lækjarbotna. Klæðið ykkur eftir veðri. Svo skimum við fyrir góðu kaffihúsi eftir gönguna. Hlökkum til að sjá

Lesa meira

26
okt
2016

Námskeið fyrir nýgreindar konur

Vegna mikillar aðsóknar þá byrjum við nýtt námskeið fyrir konur sem eru að greinast í fyrsta skipti, eða greindust á sl. ári með krabbamein. Námskeiðið hefst mánudaginn 31. október kl. 10:00-12:00. Markmið: Farið yfir þá reynslu og viðbrögð við að greinast með krabbamein og þeirri meðferð sem því fylgir. Markmið hópsins er einnig að kynnast jafningjum í svipaðri stöðu. Fræðsla um

Lesa meira

20
okt
2016

Útivistarhópur 26. október

Miðvikudagur 26.okt    Álafosshvos – Varmá Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Álafosshvosina kl:13.00. Við ætlum að ganga frá Álafosshvosinni og meðfram Varmá og nágrenni. Klæða sig eftir veðri, við eigum að vera laus við mikinn vind en eins og við finnum þá hefur kólnað nokkuð

Lesa meira

8
okt
2016

Mamma veit best

Í október rennur 10% af hverri keyptri flösku af Neera til styrktar Ljóssins.

7
okt
2016

Útivistarhópur 12. október

Öskjuhlíð – Perlan Við leggjum af stað frá Ljósinu kl. 12:30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæðinu við Perluna kl:13.00. Við ætlum að ganga um Öskjuhlíðina, verið vel klædd því veðurspáin sýnir rigningu og nokkurn vind. Svo kíkjum við á kósi stað í kaffi eftir gönguna. Hlökkum til að sjá ykkur.

4
okt
2016

Útivistarhópur 5. október

Athugið !! Vegna leiðinlegrar vindaspár fyrir miðvikudaginn 5.okt, höfum við ákveðið að færa gönguna í Elliðárdalinn. Við ætlum að hittast við Rafveituhúsið kl:13.00 eða getum sameinast í bíla í Ljósinu kl:12.30. Reykjadalur í Mosfellsbæ > færum okkur í Elliðárdalinn. Við leggjum af stað frá Ljósinu kl 12.30 þar sem við getum sameinast í bíla, eða hittumst á bílastæði innst í Reykjadalnum.

Lesa meira

3
okt
2016

Breytingar á Body Balance

Við bendum á að BODY BALANCE í Hreyfingu fyrir Ljósbera færist frá og með 6. okt yfir á fimmtudaga kl. 13:10. Næsti tími verður því ekki þriðjudaginn 4. október heldur á fimmtudaginn 6. október kl. 13:10.