Það var einstaklega notalegt í Ljósinu í dag þegar húsið fylltist af þjónustuþegum og starfsfólki í jólapeysum eða öðrum hátíðlegum fatnaði. Mikið var gaman að sjá svona marga mæta og njóta dagsins með okkur. Dagskráin hófst með jólagönguþjálfun og skemmtilegum upplestri frá Blekfjelaginu, meistaranemum í ritlist, úr nýju bókinni þeirra Kyngja. Eftir hádegismat var boðið upp á heitt kakó og
Samstarfsverkefni Nettó og Ljóssins hefur skilað fimm og hálfri milljón króna, sem renna nú óskipt til endurhæfingar fólks með krabbamein. Þetta er þriðja árið í röð sem Nettó og Ljósið efna til samstarfs í júlímánuði og í ár var það myndlistarmaðurinn Steingrímur Gauti sem hannaði listaverkið sem prýðir sérhannaða, fallega slæðu og veglegan taupoka. Vörurnar voru seldar í verslunum Nettó
Við í Ljósinu erum sífellt að leita leiða til að veita betri þjónustu og er hluti af því að mæla gæði þeirrar endurhæfingar og stuðnings sem boðið er upp á. Nú hefur Maskína sent út þjónustukönnun í nafni Ljóssins. Engin svör eru rekjanleg til einstaklinga og fyllsta trúnaðar er gætt við framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar. Við biðjum þig um að
Fyrir helgi fengum við frábæra heimsókn frá starfsfólki BAUHAUS. Fyrirtækið stendur árlega fyrir fallegu jólaátaki þar sem þremur málefnum eru veittar jólagjafir að andvirði 500.000 kr. hvert og í ár var Ljósið eitt af þeim. Fulltrúar BAUHAUS komu færandi hendi með 500.000 kr. inneign, glæsilegt jólatré og jólaskraut. Inneignin mun nýtast einstaklega vel þegar Ljósið flytur í stærra húsnæði! Við
Laugardaginn 13. desember kl. 14:00 verður haldið árlegt jólauppboð í Góða hirðinum og allur ágóði rennur óskiptur til Ljóssins. Á uppboðinu verða ýmis dýrgripir boðnir upp og enginn annar en tónlistarmaðurinn KK stýrir gleðinni sem uppboðsstjóri. Á staðnum verður einnig Möndluvagninn með ilmandi möndlur til að fullkomna jólastemninguna. Við viljum senda Góða hirðinum okkar hjartans þakkir fyrir að styðja Ljósið
Næstkomandi þriðjudag, 9. desember, ætlum við að vera á jólalegum nótum í Ljósinu. Eftir hádegi verður boðið upp á heitt kakó, smákökur og létta jóladagskrá. Við hvetjum alla, bæði starfsfólk og þá sem koma í Ljósið, til að mæta jólaleg í hús! Það má gjarnan draga fram ljótu jólapeysurnar, jólahúfurnar, jólasokkana eða bara skella á sig rauðum, hátíðlegum varalit. Jóladagskrá
Í Ljósabúðinni er margt fallegt sem myndi kæta mömmu, frænda, barnabarn, bróður, vinkonuna og alla hina. Kerti og spil, ullarsokkar og vettlingar nú eða falleg slæða. Þetta og margt fleira fallegt til að setja undir jólatréð hjá þeim sem þér þykir vænt um. Endilega kíktu til okkar í Ljósið og skoðaðu úrvalið.
Á þriðjudaginn, 9. desember, verður jólapeysudagur í Ljósinu og í tilefni þess verður smá jólastemning í gönguþjálfuninni þann daginn. Við hittumst kl. 11:00 þjálfaramegin og göngum saman í Laugardalinn, þar sem við tökum létta göngu og nokkrar æfingar. Að lokinni göngu fáum okkur heitt kakó áður en haldið er aftur í fjörið í Ljósinu. Ef þið eigið jólapeysu, jólasveinahúfu eða
Oddfellowstúka nr. 5, Þórsteinn kom færandi hendi í Ljósið. Þeir Jón Helgi Pálsson og Eiríkur Jónsson færðu Ljósinu veglegan styrk að upphæð 1.000.000 mkr. sem fer í húsnæðissjóðinn. Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins tók á móti styrknum og við sendum félögum stúkunnar okkar allra bestu þakkir fyrir þessa góðu gjöf.
Í Ljósinu fer fram heildræn og þverfagleg endurhæfing þar sem hugað er að líkamlegum, andlegum og félagslegum þáttum heilsu og vellíðunar. Næring er mikilvægur hluti af þessari nálgun, enda hefur hún áhrif á bæði líkamlegt og andlegt ástand og getur jafnframt skapað tækifæri til félagslegra tengsla. Í Ljósinu starfa tveir frábærir næringarfræðingar, Rannveig Björnsdóttir og Lilja Guðmundsdóttir. Þær settu saman