Í gær fengum við heimsókn frá yndislegum hlaupahóp FH sem afhenti styrk sem kemur sannarlega að góðum notum í endurhæfingarstarfi Ljóssins. Hlaupahópur FH hefur um langt skeið haldið Bleika hlaupið til styrktar góðu málefni. Í ár hlupu þau til styrktar Ljósinu og var söfnunin í nafni tveggja félaga í hlaupahópnum sem höfðu greinst með krabbamein á starfsárinu. Hlaupið var haldið
Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað laugardaginn 9. nóvember. Þar mun stór hópur göngfólks ganga upp að Steini og fara svo niður með höfuðljós og mynda fallegan Ljósafoss í þann mund sem myrkrið skellur á. Er þetta gert til að minna á mikilvægi starfsemi Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Þorsteinn
Orkusparandi aðferðir og endurhæfing Þreyta er algengasta aukaverkun krabbameinsmeðferða og jafnframt sú sem er erfiðast að eiga við. Ástæða þreytunnar getur verið meinið sjálft, lyf, geislar eða aðgerðir í kjölfar greiningar, streita og kvíði tengd ferlinu og yfirleitt allt í bland. Í meðferðinni lýsir fólk líkamlegri, andlegri og félagslegri þreytu sem það hefur aldrei upplifað áður. Hún hverfur ekki með
Að greinast með krabbamein getur haft margvísleg áhrif á daglegt líf þann sem greinist og hans nánustu. Krabbamein er streituvaldur sem felur í sér ýmsar breytingar m.a. á hlutverkum og almennri færni. Ýmsar tilfinningar, þekktar og óþekktar dúkka upp. Margir líkja þessu jafnvel við rússíbanareið tilfinninga. Það er á vissan hátt eðlileg viðbrögð við óvæntum aðstæðum og breytingum. Þegar manneskja
Þegar einstaklingur greinist með krabbamein verður lífið fyrir miklum breytingum. Orkuleysi, þreyta og aukin hætta á sýkingum veldur því oft að fólk dregur sig í hlé úr félagslegri þátttöku sinni. Fólk sem var áður virkt í t.d. líkamsrækt eða útivist með vinum getur ekki tekið þátt á sama hátt. Það er ekki lengur möguleiki að fara í fjallgöngur eða kvöldskemmtanir
Í samstarfi við Gunnar Hilmarsson og Errea, hefur Fram hafið sölu á einstökum búning til styrktar Ljósinu. Með verkefninu vill Fram sýna samkennd og stuðning við Ljósið. „Þetta er ekki bara hönnun – það er sameiningarafl fyrir samfélagið, merki um von og baráttu. Við erum stolt af því að taka þátt í þessu verkefni og bjóða stuðningsmönnum okkar að vera
Við bjóðum ykkur velkomin á næsta erindi í fyrirlestraröðinni Samtalið heim sem ætluð er þjónustuþegum Ljóssins og aðstandendum þeirra. Mánudaginn 28. október kl 16:30 verður fræðsluerindi um andhormónameðferð kvenna með Önnu Siggu, iðjuþjálfa og Ólöfu Kristjönu Bjarnadóttur, krabbameinslækni. Líkamleg og andleg líðan getur breyst mikið við að vera á andhormónum. Áhrifin geta verið fjölbreytt og mismunandi eftir einstaklingum og hafa
Við vekjum athygli á því að á morgun, föstudaginn 25. október verður tækjasalurinn lokaður þar sem þjálfararnir okkar eru að fara á ráðstefnu. Slökun kl. 9:00 fellur niður en jóga verður á sínum stað kl. 10:00 og kl. 11:00
Það að eiga sér tómstundaiðju og stunda hana er hluti af heilbrigðum lífsstíl. Með tómstundaiðju er átt við allar þær athafnir sem við gerum okkur til ánægju en ekki af því að við verðum. Dæmi um tómstundaiðju er að lesa, spila, iðka íþróttir, handavinnu, hjóla, ganga, veiða, fara í bíó, taka þátt í félagsstarfi, stunda garðyrkja og áfram væri lengi
Venjur og rútína Venjur skapa mynstur í okkar daglega lífi og auðvelda okkur að framkvæma það sem við þurfum og viljum gera. Venjur geta því einfaldað daglegt líf en einnig verið okkur fjötur um fót ef þær henta aðstæðum ekki lengur. Við byggjum öll daglegt líf okkar á einhverri rútínu. Þegar einstaklingur greinist með krabbamein breytist daglegt líf hans