Jafningjahópur fyrir konur 46 ára og eldri, hittist þriðjudaginn 2. desember kl. 13:30. Við ætlum að fara saman í High Tea á Vox og eiga saman hátíðlega stund. Verðið er 4.680 kr. og hver borgar fyrir sig á staðnum (kaffi og te er innifalið). Vinsamlegast látið vita af þátttöku í síðasta lagi föstudaginn 28. nóvember í afgreiðslu Ljóssins. Við hlökkum
Um daginn fengum við yndislega heimsókn í Ljósið frá þeim Petru Lind Einarsdóttur og Lilju Magnúsdóttur frá HS Orku, sem komu færandi hendi og afhentu styrk til starfsins í Ljósinu. Lilja greindist með brjóstakrabbamein í vor og hefur síðan sótt þjónustu hér í Ljósinu. Hún segir að Ljósið hafi gert mikið fyrir sig frá því að hún greindist og að
Bústaðakirkja hefur nú í 15 ár haldið upp á Bleikan október og ákváðu þau að styrkja Ljósið og Krabbameinsfélag Íslands. Jónas Þórir organisti skipulagði dagskrána fyrir mánuðinn eins og hann hefur gert síðast liðin ár. Á miðvikudögum fóru fram hádegistónleikar og á sunnudögum voru bleikir dagar. Aðgangur inn á tónleikana var ókeypis en tónleikagestum var boðið að styðja Ljósið eða
Dásamlegar fréttir bárust frá Patreksfirði þegar Þorgerður Einarsdóttur og Guðbjartur Gissurarson sögðu frá því að íbúar bæjarins hefðu ákveðið að halda sína eigin Ljósafossgöngu síðasta laugardag. Þrátt fyrir stuttan fyrirvara mættu 28 manns og tveir hundar til að taka þátt. Gangan gekk afar vel og það var góð stemning að sögn Þorgerðar og Guðbjarts. Stefnt er að því að endurtaka
Innilegar þakkir til allra sem mættu á laugardaginn við Esjurætur og hjálpuðu okkur að mynda flottasta og bjartast Ljósafossinn hingað til. Það var metmæting þegar 900 manns tóku þátt í að lýsa upp Esjuna með okkur í ár. Við erum svo ótrúlega þakklát fyrir þennan frábæra stuðning, þið eruð alveg einstök! Ýmsir komu að því að gera Ljósafossinn í ár
Tíminn flýgur áfram og á morgun er komið að hinni árlegu Ljósafossgöngu upp Esjuna. Við erum ótrúlega spennt að ganga með ykkur og mynda stærsta Ljósafossinn hingað til! Við hittumst á bílastæðinu við Esjuna kl. 15:30 og leggjum af stað upp að Steini kl. 16:00. Munið að klæða ykkur í hlý föt, vera í góðum gönguskóm og taka höfuðljós fyrir
Líkamlega endurhæfingin i Ljósinu verður lokuð fimmtudaginn, 20. nóvember, þar sem þjálfarar Ljóssins verða á heilbrigðisráðstefnu um endurhæfingu. Þjálfurum Ljóssins þykir mikilvægt að fylgjast með nýjustu þróun og fræðslu í faginu, svo þeir geti haldið áfram að bjóða upp á bestu mögulegu endurhæfinguna og stuðninginn fyrir þjónustuþega Ljóssins. Takk fyrir skilninginn. Þjálfarar Ljóssins hlakka til að taka á móti ykkur
Nú styttist í Ljósafossinn, sem fer fram laugardaginn næsta, 15. nóvember. Í ár verður Ljósafossinn enn glæsilegri en áður. Á svæðinu verður hinn vinsæli Möndluvagn með ilmandi möndlur og heitt kakó til sölu, þar sem 30-40% af verðinu rennur beint til Ljóssins. Ljósið verður einnig með falleg kerti til sölu, skreytt broti úr ljóði eftir Siggu Soffíu. Kertin kosta 4.500
Krabbameinsfélagið Framför stendur í nóvember fyrir árlegu átaki til vitundarvakningar og fjáröflunar í tengslum við krabbamein í blöðruhálskirtli. Í tilefni átaksins tók Erna Magnúsdóttir, framkvæmdastýra Ljóssins, við fyrsta Bláa treflinum úr hendi Guðmundar Páls Ásgeirssonar, formanns Krabbameinsfélagsins Framför. Krabbameinsfélagið Framför starfrækir batasamfélag fyrir karla með krabbamein í blöðruhálskirtli og aðstandendur þeirra, með áherslu á stuðningshópa, félagslega virkni og fræðslu sem
Vinir okkar hjá Dynjanda hafa í fjölmörg ár sýnt Ljósinu hlýjan stuðning og komið færandi hendi með höfuðljós fyrir Ljósafossinn. Ljósin eru seld til styrktar Ljósinu og í ár bjóðum við upp á fjórar mismunandi gerðir af gæða höfuðljósum, sem eru bæði þægileg og fullkomin fyrir gönguna upp Esjuna. Ljósin eru nú komin í sölu í afgreiðslu Ljóssins og allur