Bergmál líknarfélag býður þjónustþegum Ljóssins að njóta, hvílast, vera með skemmtilegu fólki, fara í gönguferðir eða bara hlusta á fuglana á orlofsviku á Sólheimum (Bergheimahúsi) í Grímsnesi í sumar. Bergheimar er í eigu Bergmáls líknarfélags og á hverju sumri bjóða þau fólkinu okkar upp á ókeypis orlofsvikur. Stórir hópar frá Ljósinu hafa áður sótt orlofsviku á þeirra vegum og það
Ljósið í samstarfi við Kvan, bjóða aðstandendur á aldrinum 14-16 ára velkomin á sérsniðið þriggja skipta námskeið sem hefst 2. apríl. Námskeiðið er fyrir öll ungmenni frá 14 ára aldri sem eiga aðstandanda sem hefur greinst með krabbamein. Hvernig tengslunum er háttað og hvernig sjúkdómurinn birtist skiptir minna máli en að manneskjan sem skráir sig finnist hún þurfa á námskeiðinu
Það var glatt á hjalla í Ljósinu í morgun þegar hópur af metnaðarfullum og góðhjörtuðum nemendum í Menntaskólanum í Reykjavík leit við og færði Ljósinu rúmlega 500 þúsund krónur. Nemendurnir eru í Góðgerðarnefnd skólans sem í ár safnaði áheitum fyrir Ljósið á skemmtilegan hátt. Við sendum okkar allra bestu þakkir til allra sem tóku þátt í þessu flotta framtaki og
Félagskonur í BPW á Íslandi litu við hjá okkur í síðustu viku og færðu Ljósinu rúmlega 350.000 króna styrk. Upphæðin er afrakstur fjáröflunar sem fram fór 2.-3. mars þegar hópur BPW kvenna seldi vönduð og falleg notuð föt í Kolaportinu. Framlagið færa þær Ljósinu í nafni Jónu Lindu Hilmisdóttur, klúbbkonu og vinkonu sem kvaddi í fyrra eftir baráttu við krabbamein,
Meðlimir í Flügger Andelen fá 30% afslátt af málningu í verslunum Flügger dagana 18.-25. mars. 5% af kaupunum renna til þess félags sem þú velur, og viti menn; Ljósið er einmitt þar á skrá! Svona málar þú til góðs Finndu vörurnar sem þú þarft í málningarverkið þitt í næstu verslun Flügger. Þegar þú kaupir þá skaltu taka fram að þú
Kæru vinir, Eins og flestir vita eru bílastæðin í kringum Ljósið af skornum skammti, því miður. Með viljann að vopni og jákvæðnina í farteskinu hefur okkur tekist að vinna með þau stæði sem eru til staðar og fólk komist í endurhæfinguna til okkar. Þó að stundum þurfi að leggja fjær og ganga smá spöl. Af gefnu tilefni langar okkur langar
Kæru vinir, Fimmtudaginn næstkomandi 14.mars verður lokað í líkamlegu endurhæfingunni frá klukkan 12.00. Þjálfararnir okkar nýta daginn til endurmennturar og mæta tvíefldir til leiks föstudagsmorgun. Við hvetjum ykkur til að hreyfa ykkur heimafyrir eða fara út í ferska loftið. Kær kveðja, starfsfólk Ljóssins
Fimmtudaginn 14. mars kl; 10:00 verður fræðsla frá þjálfurum Ljóssins ásamt kynningu á stuðningsvörum frá Eirberg. Er fræðslan hugsuð fyrir konur sem hafa undirgengist aðgerð á brjósti eða eru á leið í aðgerð. Skráning í móttöku Ljóssins
Jakobsvegur er mörgum kunnugur en þá leið ætlar Sveinn Jónsson að ganga nú í vor til minningar um eiginkonu sína sem lést um aldur fram úr krabbameini fyrir tæpum 30 árum síðan, einungsi 31 árs gömul. Með göngunni vill Sveinn einnig safna áheitum fyrir Ljósið og varpa ljósi á starfsemina sem hann er sannfærður um að hefði skipt sköpum í
Við erum stolt að Ljósið hefur verið tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna, Lúðursins, í ár fyrir vitundarvakninguna Klukk, þú ert’ann. Herferðin var unnin í samstarfi við auglýsingastofuna Hér og nú, framleiðslufyrirtækisins Skot auk fleirri góðra aðila og er tilnefnd í tveimur flokkum; Almannaheill – kvikmynduð auglýsing og Almannaheill – herferð. Það er ÍMARK, í samráði við Samband íslenskra auglýsingastofa (SÍA), sem