Laugardaginn 13. desember kl. 14:00 verður haldið árlegt jólauppboð í Góða hirðinum og allur ágóði rennur óskiptur til Ljóssins. Á uppboðinu verða ýmis dýrgripir boðnir upp og enginn annar en tónlistarmaðurinn KK stýrir gleðinni sem uppboðsstjóri. Á staðnum verður einnig Möndluvagninn með ilmandi möndlur til að fullkomna jólastemninguna. Við viljum senda Góða hirðinum okkar hjartans þakkir fyrir að styðja Ljósið