Við viljum vinsamlegast minna gesti okkar á að gæta vel að eigum sínum meðan dvalið er í Ljósinu. Gott er að hafa verðmæti, svo sem síma, veski og lykla með sér eða setja á öruggan stað og forðast að skilja þau eftir í yfirhöfnum sem enginn hefur eftirlit með. Í íþróttahúsinu eru skápar sem hægt er að læsa og um
Karlmenn, 16-45 ára, hittast alla þriðjudaga kl. 12:00 þar sem þeir borða saman hádegismat og spjalla í afslöppuðu umhverfi. Þetta er frábært tækifæri til að hitta aðra karlmenn í svipuðum aðstæðum og eiga góðar samræður í öruggu og rólegu rými. Hægt er að lesa meira hér. Næsta þriðjudag, 27. janúar, mun Lilja næringarfræðingur koma og leiða fræðandi umræðu um næringu.
Uppboðinu á aðaltreyju íslenska landsliðsins í handbolta, áritaðri af strákunum okkar, lauk í gær kl. 12:00. Treyjan seldist fyrir 174.000 kr. og viljum við í Ljósinu innilega þakka öllum sem tóku þátt í uppboðinu, HSÍ og strákunum okkar. Sérstakar þakkir fær sá sem bauð hæst! Með þessum dýrmæta stuðningi er verið að styrkja það mikilvæga starf sem fer fram í Ljósinu.
Erum við að leita að þér? Við í Ljósinu erum að leita að iðjuþjálfa! Starfið er mjög fjölbreytt og felst í að hámarka daglega færni og auka þannig lífsgæði þjónustuþega. Mikil þróunarvinna á sér stað þar sem miðstöðin er ung og tekur sífelldum breytingum. Vinnuumhverfið er líflegt og skemmtilegt. Það veitir einnig tækifæri til að taka þátt í mótun þjónustu
Jafningjahópur fyrir konur 46 ára og eldri, hittist þriðjudaginn 3. febrúar kl. 13:00 á Hvalasafninu (Fiskislóð 23-25, 101 Reykjavík). Við fáum 30 mínútna leiðsögn og aðgangseyrir er 2150 kr. Á eftir munum við kíkja á Kaffivagninn og eiga notalega stund saman. Vinsamlegast skráið þátttöku í afgreiðslu Ljóssins í síðasta lagi 2. febrúar.
Frá og með 22. janúar til 26. febrúar verður boðið upp á slökun á fimmtudögum kl. 14:00 í græna sal Ljóssins. Slökun er góð leið til að auka vellíðan, draga úr álagi, bæta svefn og auka lífsgæði. Þátttakendur koma sér þægilega fyrir á dýnu eða stól og þurfa ekkert að aðhafast annað en að slaka á og hlusta á rödd
Krabbameinsgreining hefur áhrif á alla sem sem tengjast þeim sem greinast og oft á tíðum er sagt að krabbamein sé fjölskyldusjúkdómur. Við hvetjum ykkur og aðstandendur ykkar til að skoða þau námskeið sem við bjóðum upp á í Ljósinu fyrir aðstandendur, en þau hafa reynst afar vel. Í janúar hefjast tvö námskeið fyrir aðstandendur: Aðstandendanámskeið fyrir fullorðna í streymi, sem
Gleðilegt nýtt ár og takk kærlega fyrir samveruna á árinu sem var að líða. Við vonum innilega að þið hafið átt notalegar stundir yfir hátíðarnar. Í dag, 2. janúar, hefur Ljósið opnað á ný og við hlökkum til að taka á móti ykkur! Nýja árið í Ljósinu verður stútfullt af spennandi fræðslu, námskeiðum og góðri hreyfingu. Hér getur þú skoðað
Vélhjólasamtökin Sober Riders MC standa árlega fyrir fiskisúpuveislu við Laugaveg á Þorláksmessu. Félagarnir í Sober Riders MC gefa fólki á Laugavegi súpu og bjóða því um leið að styrkja gott málefni. Þetta verður í 15. sinn sem félagið stendur fyrir söfnuninni en í ár var ákveðið að styrkja Ljósið. Við í Ljósinu erum hjartanlega þakklát fyrir þennan fallega stuðning og
Við fengum frábæra heimsókn fyrr í vikunni frá þeim Hörpu, Kristínu, Kareni, Bryndísi og Elísabetu, sem komu fyrir hönd Oddfellow Rebekkustúku nr. 12, Barböru. Stúkan er staðsett í Hafnarfirði og telur í dag 64 virkar systur. Á hverju ári heldur stúkan fjáröflunarkvöld þar sem ágóðinn rennur til góðra málefna og í ár var ákveðið að styrkja Ljósið. Sú ákvörðun var