Eva Kristjánsdóttir

25
feb
2025

Ókeypis sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungmenni í Ljósinu

Það er ekki einfalt fyrir ungmenni að eiga náinn aðstandanda sem greinst hefur með krabbamein. Oft finna þau fyrir óöryggi, depurð og kvíða, en vita ekki alltaf hvernig þau geta tekist á við þessar tilfinningar. Í Ljósinu viljum við styðja fjölskyldur sem glíma við slíkar aðstæður og bjóðum því upp á einstakt námskeið fyrir aðstandendur á aldrinum 14-17 ára. Þar

Lesa meira

18
feb
2025

Lífið tók u-beygju hjá öllum í fjölskyldunni

Þegar Guðlaug Ragnarsdóttir greindist með brjóstakrabbamein aðeins 43 ára gömul tók lífið skyndilega u-beygju. Hún lýsir því sem áfalli að fara úr því að vera heilbrigð í blóma lífsins yfir í að vera krabbameinssjúklingur á örfáum dögum. En hún lærði að takast á við þetta nýja líf – ekki bara fyrir sig, líka fyrir fjölskylduna sína. „Það að greinast með

Lesa meira

3
feb
2025

Þrautseigja og innri styrkur – Rafrænt námskeið fyrir þau sem vilja efla andlega vellíðan

Ert þú að leita leiða til að byggja upp innri styrk og takast á við áskoranir af meira jafnvægi? Þrautseigja og innri styrkur er rafrænt námskeið sem leiðbeinir þér í gagnreyndum aðferðum sem auka andlega seiglu og styrkja líðan – hvar sem þú ert. Á þessu námskeiði lærir þú: ✅ Að rækta jákvæðar tilfinningar og tileinka þér lærða bjartsýni ✅

Lesa meira

15
jan
2025

Leitað að þátttakendum í rannsókn

Kæru vinir, Á næstu dögum verður sendur út tölvupóstur frá Ljósinu þar sem óskað er eftir þátttakendum í rannsókn. Díana Sif Ingadóttir, meistaranemi í heilbrigðisvísindum, mun koma til með að framkvæma meistararannsókn í Ljósinu og óskar eftir þátttakendum til að svara rafrænum spurningalista. Rannsakað verður tengsl seiglu við andlega heilsu einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein. Þátttakendur þurfa að hafa verið

Lesa meira

21
des
2024

Hátíðarkveðja úr Ljósinu

Kæru vinir, Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi hátíðarnar færa ykkur öllum góðar stundir með fjölskyldu og vinum. Við hugsum með þakklæti til allra góðu stundanna sem við höfum átt með ljósberum, aðstandendum og velvildarfólki Ljóssins á árinu sem er að kveðja. Jólakveðjur, Starfsfólk Ljóssins

20
des
2024

Ljósið fer í jólafrí

Kæru vinir, Ljósið fer í jólafrí frá og með mánudeginum 23. desember fram yfir nýja árið. Lokað verður á Þorláksmessu. Við opnum svo aftur á nýju ári fimmtjudaginn 2. janúar. Hafið það sem allra best í jólafríinu, við hvetjum ykkur eindregið að huga vel að heilsunni í fríinu, jafnt líkamlegri sem og andlegri heilsu. Með kærri jólakveðju, Starfsfólk Ljóssins  

11
des
2024

Vel heppnaður listmarkaður til styrktar Ljósinu

Dagana 30. nóvember og 1. desember síðastliðinn fór fram Listmarkaðurinn Gefum Ljós á Akranesi. Var markaðurinn skipulagður af Smára Jónssyni, en allur ágóði af sölu verkanna er ætlaður til að styðja við starfsemi Ljóssins. Sjálfur er Smári listamaður og hélt utan um verkefnið frá hugmynd til framkvæmdar. 59 listamenn gáfu verk til markaðssins og var úrvalið ótrúlega fjölbreytt og spennandi.

Lesa meira

6
des
2024

Ljósablaðið 2024 er komið út

Árlegt tímarit Ljóssins er nú komið út í glæsilegri stafrænni útgáfu. Hér má nálgast blaðið Eins og alltaf eru efnistökin fjölbreytt og spanna allt frá faglegum umfjöllunum starfsfólks yfir í áhrifaríkar frásagnir þjónustuþega. Við leitumst við að hafa hlýja blæinn úr Ljósinu ríkjandi í blaðinu. Með stafrænni útgáfu gefst okkur tækifæri til að færa ykkur persónulegri frásagnir og gæða umfjöllunina meira

Lesa meira

5
des
2024

Starfsfólk Íslandsbanka skreytti Ljósið fyrir jólin

Í gær fengum við góða heimsókn af vöskum hópi starfsmanna Íslandsbanka. Við bíðum spennt eftir þeim á hverju ári, en þau sjá um meðal annars að þrífa glugga og jólaskreyta hátt og lágt húsakynni Ljóssins. Það er alltaf sérstök stemning í húsi þegar þessi frábæri hópur mætir í hús. Sendum við hjartans þakkir til Íslandsbanka fyrir þetta frábæra framtak.  

27
nóv
2024

Prjónað fyrir Frú Ragnheiði

Prjón, hekl og útsaumshópur Ljóssins er þjónusta fyrir krabbameinsgreinda í endurhæfingu. Hópurinn hittist alla miðvikudagsmorgna og njóta þess að prjóna, hekla eða sauma út saman. Markmið hópsins er meðal annars að prjóna til góðs og gefa áfram til samfélagsins. Að þessu sinni hefur hópurinn síðustu mánuði prjónað húfur, vettlinga, sokka og trefla fyrir Frú Ragnheiði. Frú Ragnheiður er verkefni sem

Lesa meira