Eva Kristjánsdóttir

26
nóv
2024

Pop Up tími í bandvefslosun

Í Ljósinu er alltaf eitthvað um að vera og núna í næstu viku ætlar hin frábæra Hekla Guðmundsdóttir að koma til okkar og vera með “Pop-up” tíma í bandvefslosun með boltum. Bandvefur er stoðvefur sem umlykur og tengir saman mismunandi vefi og er milliliður í flutningi næringarefna og taugaboða. Ef rennsli milli bandvefslaga minnkar missir hann seigu teygju eiginleika sína

Lesa meira

26
nóv
2024

Konur 46 ára og eldri hittast í High Tea

Þann 3. desember ætla konur 46 ára og eldri að gera sér dagamun og hittast í High Tea á Vox veitingastað, Hilton Reykjavík Nordica.  Við hittumst við inngang/arinstofu Vox kl. 13:00 og gæðum okkur svo á veitingum. Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn. Verðmiðinn er 4.500kr með öllu inniföldu og fer skráning og greiðsla fram í móttöku Ljóssins út 2.

Lesa meira

20
nóv
2024

Jólatónleikar til styrktar Ljósinu

Þann 1. desember heldur Gospelkór Jóns Vídalíns og Vídalínskirkja jóla- og styrktartónleika þar sem allur ágóði af miðasölu rennur til Ljóssins. Tónleikarnir fara fram sunnudaginn 1. desember kl. 20:00 í Vídalínskirkju í Garðabæ, Kirkjulundi 3. Miðinn kostar 4.000kr og fer miðasala fram á www.gardasokn.is Við hvetjum öll til að gera sér dagamun og hefja jólamánuðinn á fallegum tónleikum sem styðja

Lesa meira

18
nóv
2024

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars styrkir Ljósið

Í síðustu viku fengum við heimsókn frá góðu fólki í Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars. Tilefni heimsóknarinnar var til að færa Ljósinu fjárstyrk en í Byggingarfélaginu hefur fjöldi starfsmanna þurft að sækja sér þjónustu og endurhæfingu til Ljóssins í krabbameinsmeðferð. Byggingarfélagið segist með glöðu geði styrkja starfsemi Ljóssins og segja það sinna afar mikilvægu hlutverki í bataferli þeirra sem greinast með

Lesa meira

12
nóv
2024

Ljósafoss lýsti upp Esjuna

Það var mikilfenglegt að fylgjast með því þegar höfuðljós hátt í 400 manns lýstu upp svart skammdegið og Esjuhlíðar á laugardaginn síðasta. Hraustmennin létu ekki smá rigningu og þokusudda á sig fá og var góða skapið með í för og ungir sem aldnir skemmtu sér vel í góðra vina hópi. Við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem lýstu

Lesa meira

8
nóv
2024

Hvað þarf að taka með sér í Ljósafoss?

Nú er loksins komið að Ljósafossgöngunni okkar upp Esjuna á morgun! Við erum þvílíkt spennt að ganga með ykkur og mynda stærsta Ljósafossinn hingað til. Varðandi viðeigandi búnað þá vefst mismikið fyrir fólki hvað á eiginlega að taka með sér í fjallgöngu. Mörgum finnst gott að hafa gátlista til að gleyma ekki einhverju mikilvægu svo við tókum saman helstu atriði

Lesa meira

6
nóv
2024

Ljósin frá Dynjanda lýsa upp Esjuna

Við teljum niður í Ljósafossinn okkar niður Esjuna! Vinir okkar í Dynjanda hafa til fjölda ára verið duglegir að kíkja við hjá okkur í Ljósið í aðdraganda Ljósafoss niður Esjuhlíðar og færa okkur höfuðljós sem seld eru í styrktarsölu fyrir viðburðinn okkar í Esjunni. Árið í ár er engin undantekning og kom Steindór Gunnlaugsson færandi hendi með höfuðljós sem við ætlum

Lesa meira

31
okt
2024

Hlauparar í bleiku hlaupi FH styrktu Ljósið

Í gær fengum við heimsókn frá yndislegum hlaupahóp FH sem afhenti styrk sem kemur sannarlega að góðum notum í endurhæfingarstarfi Ljóssins. Hlaupahópur FH hefur um langt skeið haldið Bleika hlaupið til styrktar góðu málefni. Í ár hlupu þau til styrktar Ljósinu og var söfnunin í nafni tveggja félaga í hlaupahópnum sem höfðu greinst með krabbamein á starfsárinu. Hlaupið var haldið

Lesa meira

31
okt
2024

Myndum saman Ljósafoss 9. nóvember 2024

Hinn árlegi Ljósafoss niður hlíðar Esjunnar mun eiga sér stað laugardaginn 9. nóvember. Þar mun stór hópur göngfólks ganga upp að Steini og fara svo niður með höfuðljós og mynda fallegan Ljósafoss í þann mund sem myrkrið skellur á. Er þetta gert til að minna á mikilvægi starfsemi Ljóssins sem er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Þorsteinn

Lesa meira

29
okt
2024

Tekur þú Orkulán? Hver skeið skiptir máli

Orkusparandi aðferðir og endurhæfing Þreyta er algengasta aukaverkun krabbameinsmeðferða og jafnframt sú sem er erfiðast að eiga við. Ástæða þreytunnar getur verið meinið sjálft, lyf, geislar eða aðgerðir í kjölfar greiningar, streita og kvíði tengd ferlinu og yfirleitt allt í bland. Í meðferðinni lýsir fólk líkamlegri, andlegri og félagslegri þreytu sem það hefur aldrei upplifað áður. Hún hverfur ekki með

Lesa meira