Ert þú að leita leiða til að byggja upp innri styrk og takast á við áskoranir af meira jafnvægi?
Þrautseigja og innri styrkur er rafrænt námskeið sem leiðbeinir þér í gagnreyndum aðferðum sem auka andlega seiglu og styrkja líðan – hvar sem þú ert.
Á þessu námskeiði lærir þú:
✅ Að rækta jákvæðar tilfinningar og tileinka þér lærða bjartsýni
✅ Að kyrra hugann og styrkja einbeitingu með núvitund
✅ Að byggja upp andlega þrautseigju með einföldum en áhrifaríkum æfingum
Námskeiðið er gagnlegt fyrir öll þau sem hafa greinst með krabbamein og eru í endurhæfingu hjá Ljósinu, hvort sem þau eru enn í meðferð eða hafa lokið henni -og að sjálfsögðu er tekið tillit til aðstæðna einstaklinga hverju sinni.
Námskeiðið fer fram í gegnum Zoom, svo þú getur tekið þátt í þægindum eigin heimilis.
📅 Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 5. febrúar – tryggðu þér pláss!
📝 Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar
👉 Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið eða hringdu í móttöku Ljóssins í síma 561-3770
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.