Erla Sigurðardóttir

20
ágú
2012

Hlaupið fyrir Ljósið

Keppnisfólk út Tennis og Badmintonfélagi Reykjavíkur ákvað að breyta til þegar meistaramót félagsliða í badminton var haldið á vordögum. Liðið valdi að kalla sig Félagsliðið og spila undir merkjum Ljóssins og létu þau baukinn ganga á meðan á keppni stóð og náðu að krúnka út úr öðrum keppendum ákveðna  upphæð sem svaraði til að hver og einn hefði keypt sér

Lesa meira

7
jún
2012

Nýjir Ljósabolir komnir í hús, nú einnig fallegir karlmannsbolir í gráum lit…

Flottu ljósabolirnir komnir aftur, nú í tískulit sumarsins verð aðeins 3.000.- Einnig fallegir karlmannsbolir í flottum gráum lit.   Endilega kíkið á Langholtsveg 43 opið virka daga frá 08:30-16:00

4
jún
2012

Tónleikar til styrkar Ljósinu

Möntrusöngur, slökun og gleði! Útgáfutónleikar “Essence” nýjasta disk Dev Suroop Kaur verður á Café Flóru í grasagarðinum í Laugardal, mánudaginn 11 júní.kl:21.00. Dev Suroop er virtur listamaður frá Bandaríkjunum sem notfærir sér list hljóðsins til að ná fram heilun og umbreytingu. Miðaverð 1.800 kr. Miðar seldir við innganginn. Til styrktar Ljósinu, endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Smelltu hér

Lesa meira

29
maí
2012

Ljósagangan 2012

  Innilegar þakkir til Steina göngugarps sem gekk 12 tinda á 16.30 kl.t. fyrir Ljósið okkar. Það var gaman að ganga síðasta spölinn með honum upp Helgafellið ásamt tæplega 100 manns bæði ungum og öldnum. Kærleikskveðjur frá öllum Ljósberum.

21
maí
2012

Fjölskyldu – Ljósagangan 2012 – Allir með

  Laugardaginn 26.maí, ætlum að ganga á Helgarfellið í hrauninu ofan við Hafnarfjörð.   Hittumst við girðinguna við Kaldársel kl.10.45 og gangan hefst kl.11.00.  Auðveldasta leiðin verður farin svo allir geti verið með. Tilefnið er að Steini göngugarpur ætlar að toppa 12 fjöll á 17 tímum og Helgarfellið verður síðasti fjallið og ætlum við því að verða honum samferða. Hvetjum

Lesa meira

15
maí
2012

Söngur í Ljósinu

Hjördís Geirsdóttir hin skemmmtilega söngkona kemur aftur í Ljósið og nú með flottan hóp með sér sem kalla sig Hafmeyjurnar Þær mæta á hressar og kátar miðvikudaginn 16. maí. kl :13.30 Allir velkomnir

24
apr
2012

Kanadískur kvennakór í Ljósinu

Kvennakór Háskólans í Manitoba undir stjórn Dr. Elroy Friesen kemur í Ljósið miðvikudaginn 2.maí kl: 13.30 og ætlar að syngja fyrir ljósbera og gesti. Endilega kíkið í kósý stemningu og hlustið á Kanadíska tóna. Kaffi og meðlæti.  Smelltu hér til að sjá auglýsingu frá kórnum.

16
apr
2012

Ný handverksnámskeið í Ljósinu

Bendum á að ný handverksnámskeið sem eru að fara af stað aftur, þið sem eruð nú þegar á þessum námskeiðum eruð velkomin áfram….   sjá nánar um námskeiðin hér neðar…….

11
apr
2012

Spennandi fyrirlestur í Ljósinu

D – vítamín Fyrirlestur í Ljósinu mánudaginn 16. apríl kl 11:00   Það komust færri að en vildu síðast og því endutökum við þennan frábæra fyrirlestur Hlutverk D-vítamíns í líkamanum. Af hverju þurfum við að taka D-vítamín? Nú er mikið talað um D-vítamín og gagnsemi þess.   Guðbjörg Ludvigsdóttir, endurhæfingarlæknir og ljósberi ætlar að fræða okkur um þessa hluti.   

Lesa meira

3
apr
2012

Ný námskeið að hefjast

Vekjum athygli á að nýjum námskeiðum í Heilsueflingu, Að virkja eigin kraft og Styrking vonar og lífskrafts, (námskeið fyrir fólk sem hefur greinst aftur eða er langveikt),  hefjast eftir páska ~ sjá allt um námskeiðin neðar á síðunni. Einnig byrja ný barnanámskeið eftir páska, við munum auglýsa dagsetningu á þeim síðar.