Erla Sigurðardóttir

11
jún
2013

Fræðandi og spennandi fyrirlestur í Ljósinu um „Smiler“ hugmyndafræði

Föstudaginn 14.júní kl: 10.45 Helga Birgisdóttir (Gegga) er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir að mennt. Hún er frumkvöðull og hugmyndasmiður  “smilers”. "Þú" sem "smiler" Við höfum öll okkar innri sköpunarkraft sem er máttugri en flestir halda. Mikilvægt er að vera meðvitaður og virkja hann okkur og öðrum til gagns og gamans! Sköpunargleði með kærleik, þakklæti og trú getur gert kraftaverk! Hugmyndafræði Smilers

Lesa meira

28
maí
2013

Nýtt námskeið í tréútskurð

Viltu læra að skera í tré. Nýtt námskeið  hefst núna á fimmtudaginn 30 maí kl 13:00- 15:30. Verður í 4 vikur. Hentar bæði konum og körlum. Við höfum fengið til liðs við okkur tréútskurðarmanninn Friðgeir Guðmundsson.  Hann hefur 30 ára reynslu í að skera í tré og hefur kennt m.a í handverkshúsinu. Ef þið hafið áhuga þá væri gott að

Lesa meira

28
maí
2013

Upp með orkuna – með Hauki sjúkraþjálfara

Nýr gönguhópur undir stjórn Hauks sjúkraþjálfara hefst föstudaginn 31. maí kl 13:00.  Eins og í fyrra fer Haukur úr Hreyfingu á föstudögum og þjálfar ykkur til að ganga á létta leið þann 28 júní nk.Hugmyndin er að ganga Búrfellsgjá í Hafnarfirði.       Næsta ganga 21 júní kl. 13:00 – hittumst við Olísstöðina v. Rauðavatn   Fjölskylduganga 28 júní

Lesa meira

12
maí
2013

Kynning frá Stoð

Mánudaginn 13.maí kl 10:30 Verður Gíslný Bára Þórðardóttir frá Stoð með kynningu á gervibrjóstum (venjulegum og álímdum), undirfatnaði og sundfötum.  Einnig verður komið inn á hárkollur og höfuðföt ásamt þrýstingsumbúðum vegna sogæðabólgu.

30
apr
2013

Solla á Gló kemur í Ljósið

Solla á Gló ætlar að kíkja til okkar í Ljósið mánudaginn 6.maí frá kl:10.00 -12.00 Hún ætlar að kennar okkur að gera gómsæt sumarbuff og salöt.   Allir velkomnir

19
mar
2013

Fyrirlestur um munnþurrk í Ljósinu

  Dr. Þorbjörg Jensdóttir kemur í heimsókn til okkar í Ljósið föstudaginn 22.mars kl:10.15 – 10.55 og kynnir niðurstöður 10 ára rannsókna hjá einstaklingum fyrir og eftir krabbameinsmeðferð. Er ég með munnþurrk og hvað er til ráða? Meirihluti einstaklinga sem þiggja krabbameinsmeðferð fá munnþurrk í lengri eða styttri tíma á meðan og/eða eftir meðferð.  Það eru ekki allir sem gera

Lesa meira

18
mar
2013

Ungmenni í Breiðholti

Í samstarfi við félagsmiðstöðvar hverfisins, skóla og ungmennaráð Breiðholts hafa unglingar hverfisins skipulagt góðgerðarviku og rennur allur ágóði vikunnar til Ljóssins. sjá nánar hér á mbl.is Ljósið þakkar ungmennunum sem tóku þátt í góðgerðarviku innilega fyrir. Við erum óendanlega þakklát fyrir þennan stuðning frá ungu þjóðinni.

12
mar
2013

Ljósið óskar eftir skuplum

Óskum eftir fallegum skuplum eða húfum fyrir nýja eigendur. Móttaka í Ljósinu Langholtsvegi 43  á milli kl. 8.30-16 alla virka daga.

12
mar
2013

Sirrý hársnyrtimeistari flytur

 Sigríður Einarsdóttir ( Sirrý ) hársnyrtimeistari á Hár og Vellíðan er að færa sig um set og verður nú með aðstöðu í Hár og Heilsa á Bergstaðarstræti 13. Hún mun bjóða uppá  almenna hársnyrtiþjónustu, ráðleggingar með hárkollur og höfuðföt. Sirrý leggur áherslu á náttúrulegar meðferðir fyrir hárið eins og hárspameðferðir, persónulega ráðgjöf um hárið og umhirðu þess. Sirrý verður við

Lesa meira

12
mar
2013

Góðgerðavika MS

Góðgerðarvika Menntaskólans við Sund  fór fram í fyrsta skipti,  dagana 11-14. mars. Ungmennin vildu láta gott af sé leiða og söfnuðu pening til að styrkja Ljósið. Þau ákváðu styrkja Ljósið vegna þess að Jenný Þórunn Stefánsdóttir sem var MS-legend í fyrra og var í bæði skemmtinefndinni og Morfísliðinu greindist með krabbamein í vinstra brjóstholi þann 12.október síðastliðinn.  Þau stóðu fyrir

Lesa meira