Karlmenn, 16-45 ára, hittast alla þriðjudaga kl. 12:00 þar sem þeir borða saman hádegismat og spjalla í afslöppuðu umhverfi. Þetta er frábært tækifæri til að hitta aðra karlmenn í svipuðum aðstæðum og eiga góðar samræður í öruggu og rólegu rými. Hægt er að lesa meira hér.
Næsta þriðjudag, 27. janúar, mun Lilja næringarfræðingur koma og leiða fræðandi umræðu um næringu. Farið verður yfir algengar áskoranir, sem og jákvæðar og raunhæfar breytingar sem geta stuðlað að betra næringarástandi, aukinni orku og bættri vellíðan.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






