Í Ljósinu er starfandi jafningjahópur fyrir karlmenn á aldrinum 16-45 ára sem greinst hafa með krabbamein.
Hópurinn starfar undir leiðsögn fagfólks Ljóssins, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara og markþjálfa.
Reynsla okkar sýnir fram á mikilvægi þess að skapa vettvang fyrir fólk sem hefur gengið í gegnum svipaða lífsreynslu til að koma saman og deila upplifun sinni. Að hitta jafningja, sem hafa innsýn í líðan, hugsanir og þau líkamlegu einkenni sem eru fylgifiskar krabbameins, getur hjálpað til við að takast á við nýjan veruleika.
Markmið hópsins er að hafa gaman, en á sama tíma að auka úthald og þol í félagslegum aðstæðum, ögra þægindarammanum með nýjum áskorunum, deila reynslu sinni og miðla góðum ráðum, fá ráðgjöf og fræðslu fagaðila auk þess að kynnast skemmtilegu fólki.
Vekjum einnig athygli á sérstökum dagskrárliðum fyrir hópinn:
- Viðtal og styrktarmælingar hjá sjúkraþjálfara
- Einkaþjálfun á fimmtudögum kl.16:00 í sal Ljóssins
- Viðtal við iðjuþjálfa um dagleg verkefni
- Hóptími þriðjudaga og fimmtudaga kl. 11:00
- Hádegisverður alla þriðjudaga kl.12:00
Helstu upplýsingar
Fyrir hverja: Karlmenn sem greinst hafa með krabbamein
Hvenær: Þriðjudaga kl.12:00
Umsjón: Fagfólk Ljóssins
Þessi hópur er með samfélag á Facebook