Ljósið fagnar nú 20 ára afmæli – tveimur áratugum af kærleiksríku starfi, endurhæfingu og stuðningi fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í tilefni af þessum merka áfanga býður Ljósið upp á sérstaka 20 ára pop-up tíma fyrir þjónustuþega í ágúst og september
Á dagskrá eru fjölbreyttir tímar í anda Ljósins – þar sem boðið verður upp á hreyfingu, núvitund, listsköpun, samveru og fleira sem einkennir hlýlegt og styrkjandi starf Ljóssins.
Tímarnir eru frábært tækifæri til að njóta samveru, upplifa kraft Ljósins á nýjan hátt og kynnast öðrum sem deila svipaðri reynslu.
Við hlökkum til að fagna með ykkur og fylla á fróðleiks- og gleðibrunnana!
👉 Þú finnur pop-up tímana á vef Ljóssins

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.






