Kvenfélag Garðabæjar kom færandi hendi

Góðir fulltrúar frá Kvenfélagi Garðabæjar komu í heimsókn til okkar færandi hendi. Þær Halldóra Björk Jónsdóttir og Þóra Björk Kristjánsdóttir færðu Ljósinu veglegan styrk fyrir hönd félagsins. Erna Magnúsdóttir framkvæmdarstýra Ljóssins veitti styrknum móttöku og hafði orð á því að þetta kæmi sér sérstaklega vel þar sem nú er verið að safna fyrir nýju húsnæði Ljóssins.

Við færum þeim bestu þakkir fyrir þetta góða framtak og sendum hugheilar jólakveðjur úr Ljósinu.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.