Kæru vinir.
Þeir einir sem hafa verið í þeirri stöðu þekkja tilfinningaskalann sem fylgir því að greinast með krabbamein. Við vonum að þið hafið öll notið góðs af endurhæfingunni og stuðningi Ljóssins.
Það hefur allaf verið markmið í Ljósinu að þau sem þurfa endurhæfingu geti gengið að henni hjá okkur án biðlista og með lágmarkskostnaði. Ljósið tekur á móti öllum án beiðna og rannsóknir sýna að því fyrr sem endurhæfing hefst því betra, bæði fyrir líkama og sál.
En húsakynni Ljóssins eru því miður löngu komin að þolmörkum. Á næstu árum er auk þess búist við yfir 50% aukningu á krabbameinsgreiningum. Framundan er þar af leiðandi tímabil sem krefst umtalsverðs fjármagns sem mun ekki fást með samningi við ríkið.
Þess vegna leitum við til þín í von um að þú og þínir hafi tök á að gerast mánaðarlegir stuðningsaðilar Ljóssins, verða Ljósavinir.
Jafnvel lítið mánaðarlegt framlag styrkir starfsemina í heild og gerir Ljósið öflugra.
Við þurfum að standa saman, ekki aðeins núna fyrir okkur heldur fyrir öll sem eiga eftir að feta ykkar slóð í framtíðinni.
Hér getur þú skráð þig sem Ljósavin.
Athugið að Ljósið er skráð á almannaheillaskrá og því geta þau sem styrkja Ljósið fengið árlega allt að 350.000 krónur skattafrádrátt. Hér getur þú lesið meira um skattaafsláttinn.
Með kærri kveðju,
Starfsfólk Ljóssins
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.