Flateyringurinn Auðunn Gunnar Eiríksson hjólaði í 25 klukkustundir á annan í jólum til styrktar Ljósinu. Mætti segja að hann hafi hjólað í heimahagana og vel það, en hjólaðir kílómetrar námu hvorki meira né minna en 658km.
Hjólað var í Sporthúsinu í Kópavogi sem lánaði verkefninu húsakynni sín. Auðunn Gunnar var aldeilis ekki einn að hjóla, það komu tæplega 100 manns sem hjóluðu honum til samlætis og meira að segja mættu sumir tvisvar. Var það magnþrungin stund þegar síðustu kílómetrarnir voru kláraðir og mátti sjá kusk í augum viðstaddra – algjörlega magnað.
Við erum afskaplega þakklát öllum þeim sem lögðu verkefninu lið með einum eða öðrum hætti, Auðunn Gunnar kom til okkar á dögunum og færði Ljósinu rúma milljón.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.