Í síðustu viku afhenti Krabbameinsfélaginu Framför í fyrsta skipti Oddsviðurkenning félagsins. Viðurkenningin verður veitt árlega til fyrirtækis, stofnunar eða einstaklings sem félagið telur hafa stutt dyggilega við karla sem greinst hafa með krabbamein í blöðruhálskirtli og maka þeirra.
Oddsviðurkenninguna 2023 fékk Ljósið og Erna Magnúsdóttir forstöðukona fyrir ómetanlegt starf í þágu endurhæfingar og stuðnings við fólk sem hefur greinst með krabbamein og aðstandenda þeirra. „Ljósið og Ernu Magnúsdóttir stofnanda og forstöðukonu er vart hægt að skilja að. Í Ljósinu hefur verið unnið einstakt starf undir forystu Ernu frá því að hún kom starfseminni á fót á árinu 2005, en Ljósið var formlega stofnað í janúar 2006 og hefur því starfað í 18 ár frá stofndegi. Allir sem leita til Ljóssins róma þá einstöku þjónustu og stuðning sem það fær. 25% af þeim sem greinast árlega með krabbamein á Íslandi eru karlar sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli og þeir hafa lofað Ljósið fyrir stuðninginn á mesta erfiðleika tíma lífsins.“ segir í tilkynningu frá félaginu.
Ljósið þakkar kærlega fyrir viðurkenninguna og hið góða samstarfs milli Framfarar og Ljóssins.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.