SideKick Health rannsókn í samstarfi við Ljósið og Landspítala

Í vikunni fór af stað rannsókn SideKick Health á smáforriti formlega af stað í Ljósinu. Er smáforritið sérstaklega hannað til að koma til móts við þarfir kvenna í meðferð við brjóstakrabbameini. Um er að ræða samstarfsverkefni SideKick Health, Ljóssins og Landspítalans. Smáforritinu er ætlað að styðja við breytingar á lífsháttum sem auka lífsgæði.

Er þetta önnur rannsóknin sem SiceKick Health vinnur i samstarfi við Ljósið með það að markmiði að auka lífsgæði krabbameinsgreindra.

Þær konur sem falla undir skilyrði rannsóknarinnar geta átt von á símtali frá starfsmanni Ljóssins og þeim boðin þátttaka. Vonumst eftir jákvæðum viðbrögðum hjá þeim sem haft er samband við vegna rannsóknarinnar.

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.