Óskað er eftir konum á aldrinum 30-67 ára til að taka þátt í ofangreindri rannsókn. Vonast er eftir a.m.k. 20-50 þátttakendum sem hafa lokið brjóstakrabbameinsmeðferð á síðastliðnum þremur árum. Þátttaka í rannsókninni felur í sér að svara spurningalista rafrænt. Engin áhætta er talin fólgin í þátttöku í þessari rannsókn. Tilgangur rannsóknarinnar er að rannsaka notkun á og gagnsemi sjúkraþjálfunar meðal kvenna sem hafa farið í meðferð vegna brjóstakrabbameina.
Spurt verður um eftirfarandi þætti:
HEILSUFAR – VINNUÞREK – NOTKUN Á SJÚKRAÞJÁLFUN
Þátttakendur fá spurningalista sendan með tölvupósti og svara spurningalistanum einu sinni. Áætlað er að það taki 5-10 mínútur að svara spurningalistanum. Engin greiðsla fæst fyrir þátttöku.
Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar.
Þau sem óska eftir þátttöku senda tölvupóst á netfang rannsakanda: kfj4@hi.is. Rannsókn þessi mun vera ópersónugreinanleg, einu persónugreinanlegu upplýsingarnar sem rannsakandi hefur er netfang hjá þeim sem óska eftir þátttöku. Rannsakandi getur ekki séð hvort þær sem óska eftir þátttöku svara spurningalistanum eða ekki.
Rannsakendur:
Ábyrgðarmaður: Árni Árnason, prófessor við HÍ og sjúkraþjálfari
Leiðbeinandi: G. Haukur Guðmundsson, sjúkraþjálfari
Rannsakandi: Katrín Fríða Jóhannsdóttir, meistaranemi, netfang: kfj4@hi.is
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.