Stelpurnar skelltu sér í SUP – Myndir

Í hressandi veðri í lok júní héldu nokkrar ungar konur úr Ljósinu að Hvaleyrarvatni til að reyna fyrir sér á standbrettum eða stand up paddle eins og það útleggst á ensku.

Eftir tækni- og öryggiskennslu frá Adventure Vikings renndu konurnar út á vatnið í þurrbúningum með bretti og árar og „suppuðu“ í klukkutíma með glæsibrag. Það fylgdi þó sögunni að einni hafi tekist að fá sér smá sundsprett en við nefnum engin nöfn;) Þessi skemmtilega stund endaði svo í hádegismat í Ljósinu.

Við smelltum af sjálfsögðu af nokkrum myndum sem finna má hér fyrir neðan.

Takk fyrir samveruna stelpur og takk fyrir frábæra skemmtun Adventure Vikings.

 

Í Ljósinu er starfandi jafningjahópur fyrir konur á aldrinum 16-45 ára sem greinst hefur með krabbamein.

Hópurinn starfar undir leiðsögn fagfólks Ljóssins, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfara og markþjálfa en að auki er starfinu stýrt af mönnum sem hafa sótt þjónustu í Ljósið.

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.