eftir Elinborgu Hákonardóttur umsjónarmann handverks
Þessa dagana erum við flest meira heima við en áður. Flestir eru kannski búnir að taka til í geymslunni og jafnvel líka dytta að því sem endalaust hefur verið frestað. Hvað gerum við þá?
Hefur þig langað til að læra nýtt tungumál eða vilt þú skerpa á gamalli kunnáttu? Fræðast um heimsmálin eða efla andann, jafnvel gæti verið kominn tími á að gefa sér stutta stund í slökun með kaffibolla og góða frásögn í eyrunum.
Ef svo er þá er tilvalið að kynna sér hvað hlaðvörp eru og hvað þau hafa upp á að bjóða.
Hvað eru hlaðvörp (podcast)?
Hlaðvörp eru hljóðskrár sem hægt er að nálgast á netinu og hlaða niður í tölvu eða t.d. síma. Oftast eru hlaðvörpin seríur sem hafa eitthvert ákveðið þema.
Hvar finnur þú Hlaðvörp?
Einfaldast er að sækja sér smáforrit eða forrit til þess að finna hlaðvörp, svo sem Google podcasts eða Stitcher fyrir Android síma og til dæmis Apple podcasts fyrir iPhone sem dæmi. Mörg fleiri smáforrit eru til og er hægt að prufa sig áfram með hvað hentar þér best.
Tillögur að íslenskum hlaðvörpum:
- Í ljósi sögunnar
- Leðurblakan
- Fokk ég er með krabbamein – Kraftur
- Normið
Tillögur að hlaðvörpum á ensku:
- Revisionist history
- This American life
- Where should we begin
- The Well
- Feel better, live more with Dr Rangan Chatterjee
- Ten percent happier with Dan Harris
Þennan lista væri auðveldlega hægt að hafa lengri, en í sem fæstum orðum. Margt áhugavert er í boði og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.