Síðastliðinn þriðjudag leit Sesselja Sigurðardóttir við hjá okkur í Ljósinu og afhenti rausnarlega peningagjöf sem vinir og ættingjar hennar lögðu til þegar hún hélt upp á 90 ára afmælið sitt nýverið. Sesselja þekkir vel til starfs Ljóssins en til okkar hafa nánir fjölskyldumeðlimir hennar sótt þjónustu.
Það var mikið fagnað í myndlistinni, sem þá var í gangi í salnum, þegar Erna Magnúsdóttir forstöðukona sagði frá þessu framtaki. Áður en Sesselja hélt úr húsi þá laumaði hún því heilræði að okkur að til þess að vera hraust á sínum aldri þyrfti maður að fara í daglega göngutúra, alveg sama hvernig viðrar.
Við þökkum Sesselju kærlega fyrir komuna og hennar rausnarlega framlag til endurhæfingarstarfssins.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.