Nýtt – Föstudagsfræðsla fyrir 20-45 ára

Nú í vor ætlum við að breyta til og bjóða fólki á aldrinum 20-45 ára upp á fyrirlestra á föstudögum hjá okkur í Ljósinu. Um er að ræða vandaða, fjölbreytta og fræðandi dagskrá þar sem fjallað verður um hinar ýmsu hliðar þess að vera ungur að greinast með krabbamein. Auk þess að fá tól sem sýnt hefur verið fram á að gagnist fólki í þessum aðstæðum þá eru fyrirlestrarnir frábær vettvangur fyrir fólk í til þess að hitta fólk í svipaðri stöðu.

Fyrsti fyrirlesturinn verður 1. febrúar en umsjón með fyrirlestrarröðinni hefur Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi.

Hér má lesa meira um fyrirlestrana.


Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.