Fræðsla fyrir nýgreint fólk – Spjall og styrking

Í sumar munum við bjóða nýgreindu fólki upp á fræðslu og stuðning.

Markmið:

Að nýgreindir fái fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda og létt geta undir í uppbyggingarferlinu.  Þeir fagaðilar sem flytja erindi hafa allir unnið með krabbameinsgreindum og hafa víðtæka reynslu og skilning á aðstæðum þátttakenda. Umsjón með námskeiðinu hefur Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi, en auk hennar eru aðrir fagaðilar eins og: sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sálfræðingur, fjölskyldumeðferðafræðingur, læknir, markþjálfi, kynfræðingur og heilsunuddari.

Við hvetjum öllum ljósberum á jafningjahópana okkar sem hittast reglulega í Ljósinu og úti í bæ:

Fólk á aldrinum 20-45 ára

Konur á aldrinum 45-55

Konur á aldrinum 56 ára og eldri

Karlar á öllum aldri

Næsta námskeið

Fræðsla hefst hefst 4. júní

– sjá efnistök hér til hliðar

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770