Fyrirlestrarröð fyrir ungt fólk

Á föstudögum förum við inn í helgarnar með fróðleik í farteskinu. Fyrirlestrarnir okkar eru ekki bara fræðandi heldur einnig fullir af innblæstri og samkennd fyrir ungt fólk sem er að greinast í fyrsta skipti og/eða greindust á sl. ári.

Markmið:

Að ungt fólk á aldrinum 20-45 ára fái fræðslu, umræður og vandaða fyrirlestra ásamt stuðning til að takast á við breytt lífsskilyrði í kjölfar veikinda og létt geta undir í uppbyggingarferlinu.  Þeir fagaðilar sem flytja erindi hafa allir unnið með krabbameinsgreindum og hafa víðtæka reynslu og skilning á aðstæðum þátttakenda. Umsjón með námskeiðinu hefur Erna Magnúsdóttir iðjuþjálfi, en auk hennar eru aðrir fagaðilar eins og: sjúkraþjálfari, hjúkrunarfræðingur, iðjuþjálfi, sálfræðingur, fjölskyldumeðferðafræðingur, læknir, markþjálfi, kynfræðingur og heilsunuddari.

Dagskrá

• 01. Febrúar: Virkjaðu orkuna til lífsgæða og árangurs – Ragnheiður Agnarsdóttir ráðgjafi
• 08. febrúar: Að ná sér eftir andleg veikindi.  Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður segir frá eigin reynslu
• 15. febrúar Hvernig er best að byggja upp líkamsstyrk eftir greiningu og meðferð krabbameina, Haukur Guðmundsson sjúkraþjálfari
• 22. Febrúar: Að ná úr sér stirðleika og streitu- fræðsla og kynning á æfingum sem stuðla að bættri líðan.  Birna Markúsdóttir íþróttafræðingur og jógakennari

Næsta námskeið

Hefst 1. febrúar 2019

Föstudagar kl. 13:30-15:00

– sjá efnistök hér til hliðar

Skráning og upplýsingar í síma 561-3770