Ljósið auglýsir eftir starfsfólki í stöður; sjúkraþjálfara, íþróttafræðings og sálfræðings frá og með 1. september eða eftir samkomulagi.
Sjúkraþjálfari: Starfið felur í sér viðtöl, fræðslu, mælingar og þjálfun sem er einstaklingsbundin auk hópþjálfunar.
Íþróttafræðingur: Starfið felur í sér sérhæfða þjálfun í samráði við sjúkraþjálfara.
Í Ljósinu er nýr tækjasalur auk þess sem við nýtum glæsilegt húsnæði í Hreyfingu heilsulind. Jafnframt er boðið uppá mismundi gönguhópa.
Sálfræðingur: Starfið felur í sér einstaklingsviðtöl við bæði krabbameinsgreinda sem og aðstandendur þeirra. Auk þess tekur sálfræðingur þátt í að móta og sjá um fræðslu á þeim námskeiðum sem Ljósið býður uppá.
Nánari upplýsingar um störfin gefa Haukur Guðmundsson yfirsjúkraþjálfari og Erna Magnúsdóttir forstöðukona og skulu umsóknir jafnframt berast til þeirra.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.