Kæru vinir,
Í gær lauk maraþongleðinni í ár formlega þegar Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íslandsbanki buðu góðgerðafélögum og öðru góðu fólki í létta uppskeruhátíð.
Frá Ljósinu mættu Erna Magnúsdóttir, forstöðumaður, og Sólveig Kolbrún Pálsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri, til þess að taka móti viðurkenningu en Ljósið safnaði mest allra félaga í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2024. Lokaupphæðin var 22.833.176 krónur.
Við sendum enn og aftur öllum þeim sem hlupu, hvöttu og styrktu sitt fólk og Ljósið í Reykjavíkurmaraþoni í ár – þið eruð öll ómetanleg og gerið Ljósið að enn öflugari endurhæfingu!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.