„Þetta er örugglega góð saga, margt hægt að læra af henni“ segir Egill Þór Jónsson glaðbeittur þegar hann skellti sér á rúntinn með Matta Osvald, heilsufræðingi og markþjálfa í Ljósinu, í fyrsta þætti af Keyrum á málin.
Við kynnum glöð til leiks nýjan lið í Ljósinu, þar sem við fáum að skyggnast inn heim okkar fólks. Fókusinn verður á allt milli himins og jarðar sem heyrir undir krabbameinssamfélagið, jafnt sorgir sem sigra, því lífið er jú allskonar. Í þessari klippu segir Egill Þór, fyrsti viðmælandi okkar frá hans upplifun á krabbameinssamfélaginu. Í spjalli sínu við Matta ræðir Egill Þór um sjálfan sig, krabbameinið, endurhæfinguna, svarta húmorinn og hans ráðleggingar til fólk sem er að greinist með krabbamein.
Við hvetjum ykkur öll til að hlusta á þetta góða og skemmtilega spjall hér fyrir neðan og fylgjast með fleiri myndbrotum birtast á vef Ljóssins. Umfram allt hvetjum við ykkur til að segja karlmönnunum í ykkar lífi að gera þetta ekki einir ef þeir greinast með krabbamein.
Allt viðtalið má nálgast hér
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.