Keyrum á málin

Nýlega fórum við í Ljósinu á stúfana, vopnuð græjum frá Luxor og glænýjum Subaru frá vinum okkar hjá BL og tókum nokkra frábæra viðmælendur tali á meðan keyrt var um borg og bæ. Úr varð skemmtilegt verkefni sem við sjáum fyrir okkur að láta vaxa. Við kynnum því með gleði nýjan dagskrárlið: Keyrum á málin.

Keyrum á málin er létt spjall um mismunandi málefni sem snúa að endurhæfingu krabbameinsgreindra. Samtölin eru tekin upp á ferðinni og í fyrstu eru það karlmenn sem sótt hafa endurhæfingu í Ljósið sem setjast upp í hjá Matta Osvald, heilsufræðing og markþjálfa í Ljósinu.

Þáttur 1: Egill Þór Jónsson

Egill Þór Jónsson þegar hann skellti sér á rúntinn með Matta Osvald í fyrsta þætti af Keyrum á málin. Í spjalli sínu við Matta ræðir Egill Þór um sjálfan sig, krabbameinið, endurhæfinguna, svarta húmorinn og þau ráð sem hann hefur fyrir fólk sem er að greinast.