Gleðilegt ár kæru vinir,
Dagskráin næsta mánuðinn er nú tilbúin en eftir sem áður nýtum við það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva.
Smelltu hér til að lesa janúar stundaskrá Ljóssins.
Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, sprittun og grímunotkun í öllum rýmum. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað reglulega yfir daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði. Vegna aðstæðna og fjöldatakmarkana í samfélaginu, þá biðlum við til ykkar að koma einungis í bókaða tíma í Ljósinu.
Líkamleg endurhæfing
Áfram verður boðið uppá mælingar, viðtöl og innritunarfundi eftir þörfum, samkvæmt reglum um hámarksfjölda í rýmum.
Jóga: Fer fram í græna salnum í gamla húsinu og gengið er beint inn á græna stigaganginn við bílaplanið. Ef þátttakendur vilja nota kodda og teppi þá er það beðið um að koma með það að heiman. Athugið að jógatímar eru samliggjandi. Þátttakendur eru hvattir til að mæta EKKI FYRR heldur bíða þar til tíminn á að hefjast svo að fyrri hópur geti yfirgefið rýmið og hægt sé að sótthreinsa. Hægt er að bóka einn tíma í einu. Vinsamlegast hafið samband við móttöku til að bóka tíma.
Stoðfimi: Fer fram í græna salnum í gamla húsinu og gengið er beint inn á græna stigaganginn við bílaplanið. Vinsamlegast hafið samband við móttöku til að bóka tíma.
Þjálfun í líkamsræktarsal Ljóssins: Gengið er beint inn í líkamsræktarsal Ljóssins. Við hvetjum ykkur til að fara EKKI á milli húsa, og fara ekki sama dag í gamla húsnæði Ljóssins. Vinsamlegast hafið samband við móttöku til að bóka tíma.
Ganga: Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.
Viðtöl við fagaðila
Áfram verður boðið upp á viðtöl í húsi og í gegnum samskiptaforritið Kara Connect. Vinsamlegast hafið samband við móttöku til að bóka tíma.
Námskeið
Ýmis námskeið á næstu vikum, bæði í húsi og í gegnum samskiptaforritið Zoom.
Handverkshópar
Áfram er boðið uppá litla hópa í handverki. Tímarnir verða í handverkssalnum í gamla húsinu og gengið er beint inn í gegnum móttöku. Vinsamlegast kynnið ykkur frekar og bókið hjá móttöku.
Nudd og snyrting
Snyrting: Gengið er beint inn um móttöku Ljóssins og gefið sig fram í móttöku. Vinsamlegast bókið tíma hjá móttöku.
Heilsunudd: Gengið er beint inn um móttöku Ljóssins og gefið sig fram í móttöku. Vinsamlegast hafið samband við móttöku til að bóka tíma.
Hádegismatur
Þjónustuþegar geta áfram pantað hádegismat í Ljósinu til að taka með sér.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.