Í dag færðu feðgarnir Ingvar Geir Guðbjörnsson og Hjörtur Már Ingvarsson Ljósinu glæsilegt þrekhjól til minningar um Margréti Björgu Sigurðardóttur.
Margrét sótti endurhæfingu í Ljósið og vildi fjölskylda hennar minnast hennar með því að efla enn frekar líkamlega endurhæfingu. Hjólið er mjög þægilegt og býður upp á margskonar æfingarkerfi, en auk þess má ferðast um borgir Evrópu á skjánum á meðan tekið er á því.
Við í Ljósinu erum þakklát Ingvari og börnum þeirra Margrétar, Hirti, Sigurbirni Elvari og Kristbjörgu Helgu fyrir þessa gæðamiklu gjöf sem mun sannarlega gagnast mörgum.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.