Í lok desember færði Kristófer Jensson Ljósinu 200.000 króna styrk í starf ungra karlmanna í Ljósinu. Upphæðin safnaðist með sölu á plakötum sem Kristófer og Logi Sæmundsson hafa sérhannað fyrir vini og vandamenn undanfarið en 2000 krónur af hverju eintaki runnu til Ljóssins.
Logi og Kristófer hafa séð hvað endurhæfingin í Ljósinu skiptir miklu máli en besti vinur þeirra, Hlynur Logi, hefur sótt til okkar þjónustu. Þeir vildu því leggja sitt af mörkum til þess að efla starf fyrir unga karlmenn sem greinast með krabbamein.
Áslaug Aðalsteinsdóttir, sjúkraþjálfari í Ljósinu, veitti styrknum viðtöku og tók jafnframt á móti fallegu plakati sem sýnir húsnæði Ljóssins á Langholtsvegi.
Við sendum þeim félögum okkar allra bestu þakkir fyrir framlag þeirra.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.