Næstu tvær vikurnar munum við nýta betur það svigrúm sem sóttvarnarreglur leyfa starfsemi endurhæfingamiðstöðva.
Í Ljósinu er áhersla lögð á persónubundnar sóttvarnir: Handþvott, spritt, grímunotkun þar sem ekki er hægt að tryggja 2 metra á milli. Húsnæði Ljóssins er sótthreinsað regluleg í gegnum daginn og ráðstafanir gerðar til að tryggja loftgæði.
Líkamleg endurhæfing
Áfram verður boðið uppá mælingar, viðtöl og innritunarfundi eftir þörfum, samkvæmt reglum um hámarksfjölda í rýmum.
Jóga hefst í næstu viku. Tímarnir verða í græna salnum í gamla húsinu og gengið er beint inn á græna stigaganginn við bílaplanið. Hámark 6 manns í tíma. Athugið að jógatímar eru samliggjandi. Þátttakendur eru hvattir til að mæta EKKI FYRR heldur bíða þar til tíminn á að hefjast svo að fyrri hópur geti yfirgefið rýmið og hægt sé að sótthreinsa. Hægt er að bóka einn tíma í einu. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.
Stoðfimi hefst í næstu viku. Tímarnir verða í græna salnum í gamla húsinu og gengið er beint inn á græna stigaganginn við bílaplanið. Hámark 6 manns í tíma. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.
Þjálfun í líkamsræktarsal Ljóssins: Gengið er beint inn í líkamsræktarsal Ljóssins. Allir eru hvattir til þess að fara ekki sama dag í gamla húsnæði Ljóssins. Hámark 6 manns í tíma. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.
Ganga: Hámark 6 manns í tíma. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.
Viðtöl við fagaðila
Áfram verður boðið upp á viðtöl í húsi og í gegnum samskiptaforritið í Kara Connect. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.
Námskeið
Þau námskeið sem nú eru í gangi halda áfram í óbreyttu sniði í fjarfundarbúnaði. Verið er að undirbúa ný námskeið, bæði í húsi og í gegnum Zoom.
Handverkshópar
Handverk: Frá og með 23. nóvember verður boðið uppá litla hópa í handverki.Tímarnir verða í handverkssalnum í gamla húsinu og gengið er beint inn í gegnum móttöku. Hámark 5 manns í tíma. Vinsamlegast bókið ykkur í síma 561-3770.
Nudd og snyrting
Snyrting: Gengið er beint inn um móttöku Ljóssins, beint upp gamla stigann upp á aðra hæð. Einnig er gengið frá greiðslu þar. Vinsamlegast bókið tíma í síma 561-3770.
Heilsunudd: Gengið er beint inn um móttöku Ljóssins, beint upp gamla stigann upp á aðra hæð. Einnig er gengið frá greiðslu þar. Vinsamlegast bókið tíma í síma 561-3770.
Hádegismatur og kaffi
Þjónustþegar geta áfram pantað hádegismat í Ljósinu til að taka með sér. Allir þeir sem þurfa á spjalli að halda eru velkomnir í Ljósið á meðan við erum innan fjölda sóttvarnarreglna. Ef fjöldi fer umfram reglur erum við tilbúin með góðar lausnir.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.