Hún okkar Sigrún Marinósdóttir kom við í Ljósinu í dag til að taka stöðuna á hvernig gengi nú þegar starfsemi Ljóssins er með minna móti vegna Covid19. Eins og mörg ykkar vita þá er Sigrún alger töfrakona þegar kemur að ýmsu handverki en hún hefur verið leiðbeinandi á ýmsum námskeiðum hér í Ljósinu eins og steinamáluninni sem var ansi vinsælt námskeið.

Sigrúnu langar mjög til þess að leggja smá verkefni fyrir alla þá sem vilja taka sér eitthvað nýtt fyrir hendur og veit að steinamálun er kjörin til að reyna heimafyrir.

Steinamálun getur vissulega verið flókin í einhverjum tilfellum t.d. ef maður vill gera fígúrur þá þarf að finna réttu steinana og líma saman en verkefnið sem Sigrún leggur fyrir er einfalt. 

Það eina sem þarf er einn steinn (eða fleiri ef þér hugnast), pensill og litir.  Hér fyrir neðan máttu velja þér eina grunnhugmynd til að byggja á. Leyfðu svo ímyndunaraflinu taka yfir, taktu mynd og settu hana í Facebook hópinn okkar Ljósið heima.

Við hlökkum til að sjá hvernig ykkur tekst til við þetta skemmtilega og skapandi handverk.

Hugmynd 1: Sætindi sem bannað er að borða!

 

Hugmynd 2: Blóm og náttúra

 

Hugmynd 3: Ofurhetjur eða ævintýri

 

Hugmynd 4: Skál full af hjörtum – Laumað í lófa eða pakka

 

Hugmynd 5: Sögupoki

 

 

Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.