Í samræmi við heimild heilbrigðisráðherra að fenginni tillögu Þórólfs sóttvarnarlæknis höfum við ákveðið að opna Ljósið í smáum skrefum frá og með 4. maí næstkomandi.
Á meðan tveggja metra reglan er í gildi er húsið einungis opið þeim sem eiga bókaðan tíma hjá fagaðila.
Í fyrstu verður boðið upp á eftirfarandi þjónustu:
- Einstaklingsviðtöl hjá iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, sálfræðiráðgjafa, markþjálfa og fjölskyldumeðferðarfræðing í húsakynnum Ljóssins. Einnig verður boðið uppá viðtöl í gegnum fjarfundabúnaði
- Heilsunudd
- Sogæðanudd
- Snyrting
Einstaklingar sem eiga bókaða tíma munu fá sent sms. Fyrir tímabókanir er móttaka Ljóssins opin virka daga frá 8:00-16:00.
Skráning í ákveðna hóptíma hjá þjálfurum Ljóssins hefst í næstu viku en frekari upplýsingar um það munu berast eftir helgi.
Nýtt fyrirkomulag í gönguhópum og óformlegt spjall
Gönguhópar verða á dagskrá með breyttu sniði inn í vorið. Gengið verður strax á mánudaginn og verða tvær göngur á dagskrá á hverjum degi; Ein styttri og önnur lengri. Í hverjum hópi verða 10 manns að hámarki en skráning og frekari upplýsingar má fá í móttöku Ljóssins í síma 561-3770.
Að auki bjóðum við upp á óformlega spjalltíma fyrir þá sem þurfa en nauðsynlegt er að bóka tíma hjá móttöku.
Aðstæður verða metnar í hverri viku og við stefnum vongóð á að geta boðið upp á frekari fræðslu og námskeið sem fyrst.
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.