Fyrr í mánuðinum sögðum við ykkur frá því að Ljósið leggur sitt af mörkum í verkefnið Kærleikur í hverri lykkju á vegum Minningarsjóðs Einars Darra.
Það er óhætt að segja að það fari vel af stað og Ljósberar taki vel í að vinna þetta með okkur. Alla föstudaga milli 10:00-14:00 eiga þeir sem eru að taka þátt og þeir sem vinna að sínum eigin stykkjum góða stund með prjónana og kaffibolla.
Við skráum niður í móttöku hvaða flík hver og einn er að vinna að en Ístex færði Ljósinu lopa í verkefnið. Enn sem komið er eru flestir að vinna að minni stykkjum en þrír hafa ákveðið að prjóna peysur.
Við hvetjum enn fleiri til að taka þátt og jafnvel að prjóna hlýja og góða peysu.
Sjáumst á föstudag!
Ekki er hægt að skilja eftir athugasemdir.